Hrædd eftir líflátshótanir: „Ég píni ekki dýrin mín“ Erla Hlynsdóttir skrifar 7. desember 2010 13:49 Bóndinn á Stórhóli var dæmdur fyrir vanrækslu og illa meðferð á sauðfé Mynd úr safni „Mér þykir vænt um dýrin mín. Ég píni ekki dýrin mín," segir Stefanía Inga Lárusdóttir, bóndi á Stórhóli í Djúpavogshreppi. Hún var á síðasta ári dæmd fyrir illa meðferð á dýrum. Stefanía rekur enn býlið þar sem hún heldur á annað þúsund fjár en Matvælastofnun hefur sinnt þar auknu eftirliti síðan dómurinn féll. Þann 24. nóvember komu eftirlitsmenn frá stofnuninni að bænum og þá kom í ljós að enn var á annað hundrað fjár á fjalli þó langt sé síðan að smölun átti að ljúka. Matvælastofnun gaf Stefaníu þá frest til að klára smölunina fyrir föstudaginn 10. desember. Ef ekki næst að smala fénu áður en fresturinn er úti verður hún líklega svipt gripunum, eins og heimilt er samkvæmt lögum um búfjárhald. Á síðasta ári þurfti Matvælastofnun að svipta Stefaníu á annað hundrað fjár þar sem aðbúnaði fjárins var ábótavant. „Ég vona að Matvælastofnun geri það ekki aftur. Það er óréttlátt að vörslusvipta fólk út af vitleysum annarra," segir Stefanía sem rekur upphaf alls síns vanda til sveitastjórnar Djúpavogshrepps. Hún segir að menn þar hafi ekki staðið nógu vel að skipulagi á smölun þetta haustið og það sé stærsta ástæðan fyrir því að kindurnar eru enn ekki komnar inn.Hótaði að gera hana höfðinu styttri Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í síðustu viku að hjónin á Stórhóli hafi ekki sinnt smalamennskunni sem skyldi. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta kolrangt og telur að óvild í hennar garð stýri aðgerðum sveitastjórnarinnar. Hún segist aldrei hafa ætlað að tjá sig opinberlega um þessi mál en misbýður að sveitastjórinn tali um hana á þennan hátt í sjónvarpi allra landsmanna. „Þetta var mjög sárt," segir hún. Eftir umfjöllun RÚV hafi hún síðan fengið líflátshótanir og tekur dæmi af manni sem hringdi í hana síðla kvöld með svívirðingar. „Hann sagði að fyrst að ég færi svona illa með dýrin þá ætlaði hann að koma til mín vel vopnaður og að hann ætlaði að gera okkur höfðinu styttri," segir Stefanía sem hafði samstundis samband við lögreglu. „Ég er búin að vera hrædd síðan," segir hún. Það er engu að síður staðreynd að Stefanía játaði fyrir dómara á síðasta ári að hafa brotið lög um dýravernd, lög um búfjárhald og reglugerð um aðbúnað og heilbrigði sauðfjár.Játaði til að kaupa sér frið Spurð hvort það sé þá ekki rétt að segja að hún fari illa með dýr, segir Stefanía. „Ég svara því til að ég hef aldrei farið illa með nokkra skepnu og mun aldrei gera það. Það var gerð sátt í þessu máli. Ég var ekki að játa að ég væri dýraníðingur heldur var ég að kaupa mér frið. Ég vil bara fá að vera í friði," segir hún. Í ákærunni sem Stefanía gekkst við segir meðal annars: „Mikil for var á gólfum, nokkur lambshræ lágu á gólfum í húsunum og mikill óþefur var í lofti vegna rotnandi hræja, en þar fundist 12 lambshræ í ámokstursskóflu af dráttarvél, 1 lambshræ við heyrúllu og tvö hundshræ í kerru, allt í nágrenni fjárhúsa og hluti af beinagrind af hrossi við íbúðarhúsið að Stórhóli."Veikur eiginmaður og engin olía Í samtali við Vísi segir hún að ástæðan fyrir því að ekki var búið að urða hræin sé sú að þau hjónin hafi einfaldlega ekki komist til þess, en sum hræjanna hafi aðeins verið um eins til tveggja sólarhringa gömul. Tafir á urðun hafi mestmegnis stafað af veikindum eiginmanns hennar en einnig vegna skorts á olíu til að geta flutt hræin með bifreið. Stefanía játaði einnig að hafa haft hjá sér fimmtán kindur og sex lömb sem hafi verið það horaðar að ástæða var talin til að kæra hana fyrir vanfóðrun og vanrækslu á þeim. Hún játaði einnig að hafa vanrækt að sinna viðhaldi og reglubundnum þrifum í fjárhúsi. Lögreglustjórinn á Eskifirði krafðist þess að Stefanía myndi sæta refsingu fyrir brot sín en hún var dæmd til að greiða 80 þúsund krónur í sekt, og voru það málalyktir.Of margir hundar Að sögn Stefaníu var vissulega ekki við hæfi að rolluhræ hafi verið geymd inni í húsi en hún telur engu að síður að það hafi verið betri kostur en að geyma þau úti þar sem þau hafi getað laðað varg að býlinu. Ástæðan fyrir þvi að kindurnar drápust var þó ekki vannæring eða slæm umhirða, að sögn Stefaníu, heldur þjáðust þær af lungnaveiki sem hafði verið að berast um sveitina. Spurð um hundshræin tvö sem fundust við bóndabæinn segir Stefanía að þau hjónin hafi hreinlega átt of marga hunda og þau því ákveðið að lóga tveimur þeirra. Alls áttu þau tæplega tíu hunda fyrir. „Það var talað um að við værum með of marga hunda þannig að við ákváðum að fækka þeim. Við áttum bara eftir að grafa þá," segir hún. Þessa dagana eru Stefanía og maður hennar að reyna sitt besta til að ná af fjallinu því fé sem þar er enn þó hún telji heldur ólíklegt að það náist. Tengdar fréttir Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Mér þykir vænt um dýrin mín. Ég píni ekki dýrin mín," segir Stefanía Inga Lárusdóttir, bóndi á Stórhóli í Djúpavogshreppi. Hún var á síðasta ári dæmd fyrir illa meðferð á dýrum. Stefanía rekur enn býlið þar sem hún heldur á annað þúsund fjár en Matvælastofnun hefur sinnt þar auknu eftirliti síðan dómurinn féll. Þann 24. nóvember komu eftirlitsmenn frá stofnuninni að bænum og þá kom í ljós að enn var á annað hundrað fjár á fjalli þó langt sé síðan að smölun átti að ljúka. Matvælastofnun gaf Stefaníu þá frest til að klára smölunina fyrir föstudaginn 10. desember. Ef ekki næst að smala fénu áður en fresturinn er úti verður hún líklega svipt gripunum, eins og heimilt er samkvæmt lögum um búfjárhald. Á síðasta ári þurfti Matvælastofnun að svipta Stefaníu á annað hundrað fjár þar sem aðbúnaði fjárins var ábótavant. „Ég vona að Matvælastofnun geri það ekki aftur. Það er óréttlátt að vörslusvipta fólk út af vitleysum annarra," segir Stefanía sem rekur upphaf alls síns vanda til sveitastjórnar Djúpavogshrepps. Hún segir að menn þar hafi ekki staðið nógu vel að skipulagi á smölun þetta haustið og það sé stærsta ástæðan fyrir því að kindurnar eru enn ekki komnar inn.Hótaði að gera hana höfðinu styttri Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í síðustu viku að hjónin á Stórhóli hafi ekki sinnt smalamennskunni sem skyldi. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta kolrangt og telur að óvild í hennar garð stýri aðgerðum sveitastjórnarinnar. Hún segist aldrei hafa ætlað að tjá sig opinberlega um þessi mál en misbýður að sveitastjórinn tali um hana á þennan hátt í sjónvarpi allra landsmanna. „Þetta var mjög sárt," segir hún. Eftir umfjöllun RÚV hafi hún síðan fengið líflátshótanir og tekur dæmi af manni sem hringdi í hana síðla kvöld með svívirðingar. „Hann sagði að fyrst að ég færi svona illa með dýrin þá ætlaði hann að koma til mín vel vopnaður og að hann ætlaði að gera okkur höfðinu styttri," segir Stefanía sem hafði samstundis samband við lögreglu. „Ég er búin að vera hrædd síðan," segir hún. Það er engu að síður staðreynd að Stefanía játaði fyrir dómara á síðasta ári að hafa brotið lög um dýravernd, lög um búfjárhald og reglugerð um aðbúnað og heilbrigði sauðfjár.Játaði til að kaupa sér frið Spurð hvort það sé þá ekki rétt að segja að hún fari illa með dýr, segir Stefanía. „Ég svara því til að ég hef aldrei farið illa með nokkra skepnu og mun aldrei gera það. Það var gerð sátt í þessu máli. Ég var ekki að játa að ég væri dýraníðingur heldur var ég að kaupa mér frið. Ég vil bara fá að vera í friði," segir hún. Í ákærunni sem Stefanía gekkst við segir meðal annars: „Mikil for var á gólfum, nokkur lambshræ lágu á gólfum í húsunum og mikill óþefur var í lofti vegna rotnandi hræja, en þar fundist 12 lambshræ í ámokstursskóflu af dráttarvél, 1 lambshræ við heyrúllu og tvö hundshræ í kerru, allt í nágrenni fjárhúsa og hluti af beinagrind af hrossi við íbúðarhúsið að Stórhóli."Veikur eiginmaður og engin olía Í samtali við Vísi segir hún að ástæðan fyrir því að ekki var búið að urða hræin sé sú að þau hjónin hafi einfaldlega ekki komist til þess, en sum hræjanna hafi aðeins verið um eins til tveggja sólarhringa gömul. Tafir á urðun hafi mestmegnis stafað af veikindum eiginmanns hennar en einnig vegna skorts á olíu til að geta flutt hræin með bifreið. Stefanía játaði einnig að hafa haft hjá sér fimmtán kindur og sex lömb sem hafi verið það horaðar að ástæða var talin til að kæra hana fyrir vanfóðrun og vanrækslu á þeim. Hún játaði einnig að hafa vanrækt að sinna viðhaldi og reglubundnum þrifum í fjárhúsi. Lögreglustjórinn á Eskifirði krafðist þess að Stefanía myndi sæta refsingu fyrir brot sín en hún var dæmd til að greiða 80 þúsund krónur í sekt, og voru það málalyktir.Of margir hundar Að sögn Stefaníu var vissulega ekki við hæfi að rolluhræ hafi verið geymd inni í húsi en hún telur engu að síður að það hafi verið betri kostur en að geyma þau úti þar sem þau hafi getað laðað varg að býlinu. Ástæðan fyrir þvi að kindurnar drápust var þó ekki vannæring eða slæm umhirða, að sögn Stefaníu, heldur þjáðust þær af lungnaveiki sem hafði verið að berast um sveitina. Spurð um hundshræin tvö sem fundust við bóndabæinn segir Stefanía að þau hjónin hafi hreinlega átt of marga hunda og þau því ákveðið að lóga tveimur þeirra. Alls áttu þau tæplega tíu hunda fyrir. „Það var talað um að við værum með of marga hunda þannig að við ákváðum að fækka þeim. Við áttum bara eftir að grafa þá," segir hún. Þessa dagana eru Stefanía og maður hennar að reyna sitt besta til að ná af fjallinu því fé sem þar er enn þó hún telji heldur ólíklegt að það náist.
Tengdar fréttir Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48