Innlent

Barnið sem lifði af kallað kraftaverkabarnið

Jóhann og Dagbjört.
Jóhann og Dagbjört.

Sonur hjónanna, sem slapp ómeiddur frá banaslysinu í Tyrklandi í gær, hefur vakið gríðarlega athygli í tyrkneskum fjölmiðlum, þar sem hann er kallaður kraftaverkabarnið.

Hann er nú í umsjá ræðismanns Íslands á Tyrklandi. Afi hans og fleiri ættingjar eru nú á leið út til þess að sækja hann og færa hann heim til Íslands.

Íslendingarnir sem létust í bílslysinu í gær hétu Dagbjört Þóra Tryggvadóttir og Jóhann Árnason. Það þykir ganga kraftaverki næst að sex mánaða gamall sonur þeirra hafi lifað slysið af.

Dagbjört var fædd árið 1976, Jóhann árið 1985. Þau voru búsett í Danmörku þar sem þau stunduðu nám, en voru í fríi á Marmaris í Tyrklandi þegar hið hörmulega slys varð.

Svo virðist vera sem þau hafi misst stjórn á bílnum í mikilli bleytu, og lent framan á sendiferðabíl sem kom úr gagnstæðri átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×