Enski boltinn

Liverpool staðfestir að Benítez er farinn frá félaginu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages

Liverpool hefur staðfest að Rafael Benítez hafi yfirgefið félagið. Yfirlýsing þess efnis var birt á heimasíðu félagsins fyrir skemmstu.

Á heimasíðunni er ákvörðunin sögð vera sameiginleg en viðræður Benítez við stjórn félagsins í sumar um ýmis mál hafa greinilega ekki gengið nógu vel.

Christian Purslow og Kenny Dalglish munu sameiginlega leita að nýjum stjóra fyrir félagið.

"Ég er dapur yfir því að tilkynna að ég verði ekki lengur knattspyrnustjóri Liverpool FC. Ég vil þakka öllu starfsfólkinu og leikmönnunum fyrir allt sitt."

"Ég mun alltaf gleðjast yfir stundunum hér og ég átti góðan og sterkan stuðning áhangenda félagsins, í gegnum erfiða tíma. Ég hef engin orð til að þakka ykkur nógu mikið fyrir öll þessu ár og ég er stoltur yfir því að hafa verið stjórinn ykkar."

"Takk fyrir allt: You'll never walk alone," endaði Benítez lokakveðju sína til stuðningsmanna félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×