Skotið úr fallbyssu á býflugur Sigurður H. Sigurðsson skrifar 1. júlí 2010 05:45 Mál nímenninganna sem handteknir voru á þingpöllum Alþingis í aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar vekur áleitnar spurningar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hróp eru gerð að þingmönnum frá áhorfendapöllum þinghússins. Hvaða skilaboð felast í því að ákæra fólkið fyrir að trufla fund sem haldinn er „í heyranda hljóði"? Hví voru þau ekki ákærð sem nokkrum vikum síðar brutu rúður í alþingishúsinu eða röskuðu friði þess og frelsi svo dögum skipti? Er verið að senda út viðvörun svo að fólk haldi sig framvegis á mottunni? Getum við héðan í frá átt von á því að hróp og mótmæli gegn valdstjórninni leiði til ákæru? Kæra sú sem skrifstofustjóri Alþingis sendi lögreglu vísaði til hinnar alræmdu 100. gr. almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er 1 ár en hámarksrefsing er ævilangt fangelsi. Hinir ákærðu voru óvopnað fólk og upptaka sú sem sýnd var í Kastljósi RÚV 20. maí sl. sýnir greinilega að rangar sakirgiftir eru í ákærunni. Er ekki verið að skjóta með fallbyssukúlum á býflugur? Hvernig á að vera hægt að taka ákæruvaldið alvarlega þegar farið er fram af slíku offorsi? Væri ekki við hæfi að horfa á það sem sannarlega gerðist og viðurkenna að engin raunveruleg hætta var á ferðum? Stjórn BH sendi skrifstofustjóra og forseta Alþingis tilmæli þann 28. maí sem lesa má á xo.is. Í svari skrifstofustjórans sem einnig er að finna á heimasíðunni segir m.a.: „Þó Kastljós Sjónvarpsins sé alls góðs maklegt held ég að við almennir borgarar verðum fremur að treysta dómstólum fyrir sönnunarmati og túlkun málsgagna í þessu máli eins og öðrum." Hér hljótum við að þurfa að staldra við og hugsa okkur aðeins um. Lög eru ekki aðeins hin bókstaflega merking orðanna heldur líka það hvernig þau hafa verið túlkuð af dómurum í undangengnum málum. „Nulla poena sine lege" - engin refsing án laga. Gæti hugsast að það sé vísvitandi verið að skerða rétt fólks til þess að mótmæla? Reyndar er það áleitin spurning hvort dómstólunum sé yfirleitt treystandi. Nýlega féll dómur í héraði sem staðfestir að settur dómsmálaráðherra Árni Mathisen sniðgekk faglegt mat á hæfi umsækjenda um dómarastöðu og valdi lakasta umsækjandann af ástæðum sem flestum ætti að vera kunnugt um. Þetta er síður en svo eina dæmið um slíka stöðuveitingu á síðastliðnum árum og áratugum. Allt embættismannakerfið er litað af pólitískum ráðningum en þær hafa reynst þjóðinni dýrkeyptar. Traust almennings á opinberum stofnunum er skiljanlega laskað. Að lokum langar mig að rifja upp atburð frá árinu 1970 þar sem nokkrir Íslendingar í Svíþjóð mótmæltu kjörum námsmanna. Þeir vísuðu sendiherra Íslands úr húsi og lögðu undir sig sendiráðið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Afleiðingar þessa urðu litlar sem engar fyrir námsmennina, mögulega vegna fjölskyldutengsla. Fróðlegt er að bera þetta saman við mál nímenningana 40 árum síðar. Líklegast duga þeim engin fjölskyldutengsl, og mætti í því sambandi rifja upp 6 mánaða fangelsisdóm yfir föður eins þeirra, Jóni Múla Árnasyni, vegna mótmæla við Alþingi árið 1949. Það sorglega við það að lögreglu og dómurum sé att gegn gagnrýnum einstaklingum og aðgerðarsinnum af litlu tilefni er að það mun ekki auka tiltrú almennings á réttarkerfinu. Vanhæfir embættismenn í æðstu stöðum sleppa við ákærur þrátt fyrir dapurlegan vitnisburð rannsóknarskýrslunnar og stórsvikarar fá óáreittir að stunda sína iðju. Á sama tíma er verið að slá á heilbrigðar gagnrýnisraddir úr röðum almennings, t.d. gegn því að verið sé að selja nýtingarrétt á auðlindum landsins í hendur erlendra skúffufyrirtækja. Skyldi það vera tilviljun ein? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Sjá meira
Mál nímenninganna sem handteknir voru á þingpöllum Alþingis í aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar vekur áleitnar spurningar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hróp eru gerð að þingmönnum frá áhorfendapöllum þinghússins. Hvaða skilaboð felast í því að ákæra fólkið fyrir að trufla fund sem haldinn er „í heyranda hljóði"? Hví voru þau ekki ákærð sem nokkrum vikum síðar brutu rúður í alþingishúsinu eða röskuðu friði þess og frelsi svo dögum skipti? Er verið að senda út viðvörun svo að fólk haldi sig framvegis á mottunni? Getum við héðan í frá átt von á því að hróp og mótmæli gegn valdstjórninni leiði til ákæru? Kæra sú sem skrifstofustjóri Alþingis sendi lögreglu vísaði til hinnar alræmdu 100. gr. almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er 1 ár en hámarksrefsing er ævilangt fangelsi. Hinir ákærðu voru óvopnað fólk og upptaka sú sem sýnd var í Kastljósi RÚV 20. maí sl. sýnir greinilega að rangar sakirgiftir eru í ákærunni. Er ekki verið að skjóta með fallbyssukúlum á býflugur? Hvernig á að vera hægt að taka ákæruvaldið alvarlega þegar farið er fram af slíku offorsi? Væri ekki við hæfi að horfa á það sem sannarlega gerðist og viðurkenna að engin raunveruleg hætta var á ferðum? Stjórn BH sendi skrifstofustjóra og forseta Alþingis tilmæli þann 28. maí sem lesa má á xo.is. Í svari skrifstofustjórans sem einnig er að finna á heimasíðunni segir m.a.: „Þó Kastljós Sjónvarpsins sé alls góðs maklegt held ég að við almennir borgarar verðum fremur að treysta dómstólum fyrir sönnunarmati og túlkun málsgagna í þessu máli eins og öðrum." Hér hljótum við að þurfa að staldra við og hugsa okkur aðeins um. Lög eru ekki aðeins hin bókstaflega merking orðanna heldur líka það hvernig þau hafa verið túlkuð af dómurum í undangengnum málum. „Nulla poena sine lege" - engin refsing án laga. Gæti hugsast að það sé vísvitandi verið að skerða rétt fólks til þess að mótmæla? Reyndar er það áleitin spurning hvort dómstólunum sé yfirleitt treystandi. Nýlega féll dómur í héraði sem staðfestir að settur dómsmálaráðherra Árni Mathisen sniðgekk faglegt mat á hæfi umsækjenda um dómarastöðu og valdi lakasta umsækjandann af ástæðum sem flestum ætti að vera kunnugt um. Þetta er síður en svo eina dæmið um slíka stöðuveitingu á síðastliðnum árum og áratugum. Allt embættismannakerfið er litað af pólitískum ráðningum en þær hafa reynst þjóðinni dýrkeyptar. Traust almennings á opinberum stofnunum er skiljanlega laskað. Að lokum langar mig að rifja upp atburð frá árinu 1970 þar sem nokkrir Íslendingar í Svíþjóð mótmæltu kjörum námsmanna. Þeir vísuðu sendiherra Íslands úr húsi og lögðu undir sig sendiráðið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Afleiðingar þessa urðu litlar sem engar fyrir námsmennina, mögulega vegna fjölskyldutengsla. Fróðlegt er að bera þetta saman við mál nímenningana 40 árum síðar. Líklegast duga þeim engin fjölskyldutengsl, og mætti í því sambandi rifja upp 6 mánaða fangelsisdóm yfir föður eins þeirra, Jóni Múla Árnasyni, vegna mótmæla við Alþingi árið 1949. Það sorglega við það að lögreglu og dómurum sé att gegn gagnrýnum einstaklingum og aðgerðarsinnum af litlu tilefni er að það mun ekki auka tiltrú almennings á réttarkerfinu. Vanhæfir embættismenn í æðstu stöðum sleppa við ákærur þrátt fyrir dapurlegan vitnisburð rannsóknarskýrslunnar og stórsvikarar fá óáreittir að stunda sína iðju. Á sama tíma er verið að slá á heilbrigðar gagnrýnisraddir úr röðum almennings, t.d. gegn því að verið sé að selja nýtingarrétt á auðlindum landsins í hendur erlendra skúffufyrirtækja. Skyldi það vera tilviljun ein?
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun