Viðskipti innlent

Robert Tchenguiz skuldaði mest - 20 stærstu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Robert Tchenguiz skuldaði mest.
Robert Tchenguiz skuldaði mest.
Robert Tchenguiz er sá einstaklingur sem skuldaði íslensku bönkunum mest samanlagt í lok ársins 2007, eftir því sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin birtir lista yfir tíu stærstu skuldarana miðað við heildarútlán bankanna til fyrirtækja margfölduð með eiginlegum eignarhlut hvers einstaklings auk skulda viðkomandi einstaklings við bankana í eigin nafni. Jón Ásgeir Jóhannesson skuldaði næstmest.

1 Robert Tchenguiz 113,4

2 Jón Ásgeir Jóhannesson 102,0

3 Ólafur Ólafsson 61,1

4 Hannes Þór Smárason 51,8

5 Ása K Ásgeirsdóttir 50,8

6 Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir 50,7

7 Jóhannes Jónsson 50,5

8 Björgólfur Guðmundsson 47,3

9 Pálmi Haraldsson 39,9

10 Björgólfur T Björgólfsson 39,3

11 Lýður Guðmundsson 36,5

12 Ágúst Guðmundsson 36,5

13 Jóhannes Kristinsson 35,4

14 Magnús Kristinsson 31,4

15 Lóa Skarphéðinsdóttir 28,4

16 Gervimaður útlönd 28,3

17 Jákup á Dul Jacobsen 27,9

18 Jón Helgi Guðmundsson 26,0

19 Karl Emil Wernersson 23,2

20 Hreinn Loftsson 22,9

Eins og fram hefur komið eru bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz að undirbúa málshöfðun á hendur þrotabúi Kaupþings fyrir breskum og íslenskum dómstólum. Það gera þeir vegna þess að slitastjórn bankans hafnaði öllum skaðabótakröfum þeirra í þrotabú bankans, samtals um 440 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×