Innlent

Björk tekur við Polar verðlaununum í dag

Björk Guðmundsdóttir tekur í dag við hinum virtu Polar-tónlistarverðlaunum úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs í Stokkhólmi í dag. Svíar kalla verðlaunin Nóbelsverðlaun tónlistarinnar og í ár eru það Björk og ítalska tónskáldið Ennio Morricone sem eru heiðursins aðnjótandi. Verðlaunin voru stofnuð árið 1989 af Stikkan Anderson, útgefanda Abba og á meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Paul McCartney, Sir Elton John og B.B. King.

Verðlaununum fylgir ein milljón sænskra króna, eða rúmar sextán milljónir íslenskra króna. Þegar tilkynnt var um verðlaunahafana þetta árið fór dómnefndin fögrum orðum um Björk og kallaði hana óhamið náttúruafl sem gerir hlutina eftir eigin lagi. Morricone segir hún lyfta tilveru okkar á æðra plan.

Verðlaunaafhendingin fer fram klukkan hálf átta í kvöld og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×