Enski boltinn

Torres, Gerrard og Benayoun meiddust allir á móti Reading

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres og Steven Gerrard.
Fernando Torres og Steven Gerrard. Mynd/AFP
Liverpool-mennirnir Fernando Torres, Steven Gerrard og Yossi Benayoun meiddust allir í gær og verða ekki með enska liðinu næstu vikurnar. Þessar slæmu fréttir eru ekki til að létta brúnina á stuðningsmönnum Liverpool daginn eftir að liðið féll út úr enska bikarnum fyrir b-deildarliðinu Reading.

Fernando Torres verður ekki með Liverpool næstu sex vikunnar. Spánverjinn meiddist í leiknum á móti Reading í gær og í dag kom í ljós að liðþófinn í hné væri farinn.

Steven Gerrard fór af velli í hálfleik í gær eftir að hafa tognað aftan í læri og hann verður frá keppni næsta hálfa mánuðinn.

Yossi Benayoun braut rifbein í leiknum og verður ekki með Liverpool næstu fjórar vikurnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×