Viðskipti innlent

Sala á áfengi og tóbaki minnkar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sala á áfengi hefur dregist saman.
Sala á áfengi hefur dregist saman.
Tekjur af áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi hafa aukist að undanförnu þótt sala á áfengi og tóbaki hafi dregist saman. Ástæðan er sú að þessi gjöld hafa hækkað verulega á undanförnum tveimur árum.

Þetta kemur fram í greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem fjármálaráðuneytið birti í dag. Í uppgjörinu kemur fram að tekjur af áfengisgjaldi jukust um 11,6% frá fyrra ári og tekjur af tóbaksgjaldi um 9,6%. Aftur á móti drógust skattstofnarnir saman um 9,4%, sé miðað við áfengislítra, og 15,9%, sé miðað við sölu á sígarettum.

Fjármálaráðuneytið segir að tekjur af áfengisgjaldi séu 1,4% minni en gert hafði verið ráð fyrir í áætlun fjárlaga fyrir fyrstu sex mánuði ársins og af tóbaksgjaldi 6,7% minni.

Í greiðsluuppgjörinu kemur líka fram að sala á eldsneyti hafi minnkað enda hafa opinberar álögur á eldsneyti aukist á undanförnum tveimur árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×