Renault kynnti Kubica og Petrov 31. janúar 2010 16:39 Nýir liðsmenn Renault. Robert Kubica og Vitaly Petrov. Renault Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt ökutæki sitt í Valencia í dag og kynnti til sögunnar tvo nýja ökumenn. Pólverjann Robert Kubica og Rússann Vitaly Petrov. Petrov er fyrsti Rússinn sem keppir í Fornúlu 1. "Upphaf keppnistímabils er alltaf þrungið eftirvæntingu og þetta á sérstakelga við um 2010 tímabilið", sagði Eric Boullier sem er nýr framkvæmdarstjóri Renault liðsins. "Við erum með nýtt skipulag hjá liðinu, nýja ökumenn og í nýjum litum. Það er margt sem er vert að vera spenntur yfir og tilhlökkun fyrir nýja tímabilinu." "Það er aldrei auðvelt að setja sér markmið, en það er metnaður í gangi og við viljum komast í fremstu röð. Það mun ekki gerast á einni nóttu og við tökum eitt skref í einu." "Nýji R30 bíllinn ætti að verða samkeppnisfær, sterkur og áreiðanlegur og við hönnuðum hann á framsækinn hátt. Við höfum ekki gleymt hvernig á að vinna í Formúlu 1", sagði Bouillierl. Petrov er spenntur fyrir tækifærinu sem hann fær með Renault. "Ég hlakka mjög til að keyra á götubrautum og í blautum. Ég byrjaði ferill minn í rallakstri og ísakstri og kann því vel við mig á hálu undirlagi. Ég vann mitt fyrsta GP2 mót í Valencia, þegar ég hóf keppni á þurrdekkjum á rakri brautinni. Ég á þó eftir að sjá hvernig Formúlu 1 bíll virkar í bleytu", sagði Petrov. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Renault Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt ökutæki sitt í Valencia í dag og kynnti til sögunnar tvo nýja ökumenn. Pólverjann Robert Kubica og Rússann Vitaly Petrov. Petrov er fyrsti Rússinn sem keppir í Fornúlu 1. "Upphaf keppnistímabils er alltaf þrungið eftirvæntingu og þetta á sérstakelga við um 2010 tímabilið", sagði Eric Boullier sem er nýr framkvæmdarstjóri Renault liðsins. "Við erum með nýtt skipulag hjá liðinu, nýja ökumenn og í nýjum litum. Það er margt sem er vert að vera spenntur yfir og tilhlökkun fyrir nýja tímabilinu." "Það er aldrei auðvelt að setja sér markmið, en það er metnaður í gangi og við viljum komast í fremstu röð. Það mun ekki gerast á einni nóttu og við tökum eitt skref í einu." "Nýji R30 bíllinn ætti að verða samkeppnisfær, sterkur og áreiðanlegur og við hönnuðum hann á framsækinn hátt. Við höfum ekki gleymt hvernig á að vinna í Formúlu 1", sagði Bouillierl. Petrov er spenntur fyrir tækifærinu sem hann fær með Renault. "Ég hlakka mjög til að keyra á götubrautum og í blautum. Ég byrjaði ferill minn í rallakstri og ísakstri og kann því vel við mig á hálu undirlagi. Ég vann mitt fyrsta GP2 mót í Valencia, þegar ég hóf keppni á þurrdekkjum á rakri brautinni. Ég á þó eftir að sjá hvernig Formúlu 1 bíll virkar í bleytu", sagði Petrov.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira