Innlent

Gunnar Rúnar játar

Gunnar Rúnar Sigurþórsson 23 ára gamall karlmaður úr Hafnarfirði hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst síðastliðinn. Hann játaði fyrir lögreglu í gær og í dag að hafa orðið honum að bana. Hann var einn að verki. Málið telst upplýst.



Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.



Kafarar leituðu í gær að morðvopninu í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Leit stendur enn yfir á vopninu sem og öðrum gögnum og þá er einnig verið að ganga fjörur í Hafnarfirði. Gerð verður krafa um að geðheilbrigðisrannsókn á Gunnari Rúnari. En ekki er hægt að upplýsa að svo stöddu hver ástæða morðsins er.



Fyrr í dag var farið yfir málið hjá ríkissaksóknara, en hann hefur ákæruvald í alvarlegum málum. Honum var gerð grein fyrir því að málið teldist upplýst í grófum dráttum. Þó að málið teljist upplýst að mestu er enn verið að bíða eftir endanlegum niðurstöðum úr lífssýnum á vettvangi.



Gunnar var handtekinn fyrir viku síðan vegna rökstuddra grunsemda um að hann ætti aðild að morðinu á Hannesi Þór. Í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Viku áður var hann einnig handtekinn og gisti fangageymslu yfir nótt. Honum var síðan sleppt.



Ljóst þykir að morðið hafi verið framið einhvern tímann á bilinu milli 5 og 10 aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst. Von er á að ákæra verði gefin út á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×