Viðskipti innlent

Óttast opinberun hússtjórnargagna

Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnarinnar.
Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnarinnar.
Slitastjórn Glitnis rær nú að því öllum árum að fá aðgang að gögnum í vörslu hússtjórnar glæsihýsis á Manhattan-eyju þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga tvær lúxusíbúðir. Telur slitastjórnin að gögnin, auk gagna úr Royal Bank of Canada, séu nauðsynleg til að rekja slóð þess fjár sem hjónin eru sökuð um að hafa svikið út úr Glitni.

Þegar íbúðirnar voru keyptar gerði hússtjórnin kröfu um að lagðar yrðu fram ýmsar viðkvæmar upplýsingar um persónulega hagi og fjármál Jóns Ásgeirs og Ingibjargar. Mjög er nú bitist um þau gögn fyrir rétti í New York, líkt og upplýsingar um nýlega tíu milljóna dollara uppgreiðslu Ingibjargar á láni af reikningi hjá Royal Bank of Canada.

Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa krafist þess að dómari hafni aðgangi að gögnunum. Þau séu persónuleg og varði ekki málið á hendur þeim. - sh










Fleiri fréttir

Sjá meira


×