Viðskipti innlent

Hagnaður TM dróst saman um 35%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að samdrátturinn stafi af lækkun fjárfestingatekna.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að samdrátturinn stafi af lækkun fjárfestingatekna.
Hagnaður TM af reglulegri starfsemi á fyrri helmingi ársins var 319 milljónir króna, samanborið við 491 milljón krona hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá TM. Eigið fé fyrirtækisins nam 8357 milljónum króna og var eiginfjárhlutfall 26% þann 30 júní síðastliðinn.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir í fréttatilkynningu að samdráttur á hagnaði um 35% á milli ára skýrist fyrst og fremst af lækkun fjárfestingatekna. Þær voru jákvæðar um 1057 milljónir króna á fyrri helmingi ársins en voru 2194 milljónir króna á sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×