Enski boltinn

McLeish sagður vilja fá Boyd til Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kris Boyd fagnar marki í leik með Rangers.
Kris Boyd fagnar marki í leik með Rangers. Nordic Photos / Getty Images
Alex McLeish, stjóri Birminham, er sagður í enskum fjölmiðlum reiðubúinn að bjóða Rangers 1,5 milljón punda fyrir sóknarmanninn Kris Boyd.

Boyd varð á dögunum markahæsti leikmaðurinn í sögu skosku úrvalsdeildarinnar er hann skoraði fimm mörk í 7-1 sigri Rangers á Dundee United. Alls hefur hann skorað 160 mörk í deildinni og bætti hann þar með met Svíans Henriks Larsson.

Boyd er 26 ára gamall og samningur hans við Rangers rennur út í sumar. Það var McLeish sem keypti Boyd til Rangers árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×