Viðskipti innlent

ESB mundar pennann

Sendinefnd ESB mun opna skrifstofu í miðbænum. Fréttablaðið/Anton
Sendinefnd ESB mun opna skrifstofu í miðbænum. Fréttablaðið/Anton
Viðræður standa nú yfir um leigu sendinefndar Evrópusambandsins (ESB) hér á landi á húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Stefnt mun að því að skrifa undir leigusamning í vikulokin og áætlar nefndin að opna upplýsingaskrifstofu fyrir gesti og gangandi sem vilja fræðast um ESB í nýju húsnæði á næsta ári.

Sendinefnd ESB var sett á laggirnar í desember í fyrra eftir að stjórnvöld lögðu fram umsókn um aðildarviðræður við ESB og tók hún til starfa í byrjun árs. Nefndin er fulltrúi ESB gagnvart stjórnvöldum hér og miðlar upplýsingum til höfuðstöðva ESB í Brussel um afstöðu og hagsmuni Íslands í málum sem snerta samstarf Íslands og ESB.

Hjá sendinefnd ESB eru ellefu starfsmenn og er Timo Summa, sendiherra ESB hér á landi. Skrifstofur nefndarinnar hafa frá upphafi verið í bráðabirgðahúsnæði á hótelinu Radison 1919 í miðborg Reykjavíkur.

Nefndin hefur frá upphafi viljað vera í miðborginni nálægt stjórnsýslubyggingum og á jarðhæð til að auðvelda aðgengi áhugasamra um ESB. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×