Hamilton segir Alonso súran útaf árangri 29. júní 2010 10:42 Lewis Hamilton ásamt kærustu sinni, söngkonunni Nicole Schwarzinger. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren telur að Fernando Alonso og um leið Ferrari menn séu svekktir útaf slökum árangri í Valencia á sunnudaginn og það sé ástæðan fyrir því að þeir séu að kvarta yfir dómgæslu á mótinu. Alonso fannst dómarar alltof lengi að ákvarða refsingu á Hamilton, sem braut af sér með því að fara framúr öryggisbíl mótsins. Hamilton náði þannig að byggja upp gott forskot á aðra keppendur, sem sátu fastir fyrir aftan öryggisbílinn, þeirra á meðal Alonso. Samkvæmt frétt á autosport.com voru tafirnar vegna þess að FIA vildi fá loftmyndir og aðrar upplýsingar af atvikinu í hendurnar. Aðspurður um hvort Alonso væri súr útaf eigin árangri svaraði Hamilton. "Já. Ég sá líka að Kamui Kobayashi fara framúr honum á risaskjá. Það er ólíkt honum að hleypa Sauber framúr. Hann hlýtur að hafa verið í öðrum heimi. Ég skil ekki afhverju ég hafði svona mikil áhrif á hans frammistöðu", sagði Hamilton í viðtali við Press Association. "Það hafa allir rétt á sínum skoðunum og hann hlýtur að vera svekktur með eigin frammistöðu. En ég gerði honum ekkert", sagði Hamilton. Hann taldi dómara FIA vera gera góða hluti í mótum, þar sem menn fengju að keppa án mikilla truflana frá dómurum. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren telur að Fernando Alonso og um leið Ferrari menn séu svekktir útaf slökum árangri í Valencia á sunnudaginn og það sé ástæðan fyrir því að þeir séu að kvarta yfir dómgæslu á mótinu. Alonso fannst dómarar alltof lengi að ákvarða refsingu á Hamilton, sem braut af sér með því að fara framúr öryggisbíl mótsins. Hamilton náði þannig að byggja upp gott forskot á aðra keppendur, sem sátu fastir fyrir aftan öryggisbílinn, þeirra á meðal Alonso. Samkvæmt frétt á autosport.com voru tafirnar vegna þess að FIA vildi fá loftmyndir og aðrar upplýsingar af atvikinu í hendurnar. Aðspurður um hvort Alonso væri súr útaf eigin árangri svaraði Hamilton. "Já. Ég sá líka að Kamui Kobayashi fara framúr honum á risaskjá. Það er ólíkt honum að hleypa Sauber framúr. Hann hlýtur að hafa verið í öðrum heimi. Ég skil ekki afhverju ég hafði svona mikil áhrif á hans frammistöðu", sagði Hamilton í viðtali við Press Association. "Það hafa allir rétt á sínum skoðunum og hann hlýtur að vera svekktur með eigin frammistöðu. En ég gerði honum ekkert", sagði Hamilton. Hann taldi dómara FIA vera gera góða hluti í mótum, þar sem menn fengju að keppa án mikilla truflana frá dómurum.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira