Viðskipti innlent

Vill framleiðsluna í hendur fólksins

Frjálst samfélag getur reynt að færa hlutina til betri vegar, að sögn Smára McCarthy. MARKAÐURINN/GVA
Frjálst samfélag getur reynt að færa hlutina til betri vegar, að sögn Smára McCarthy. MARKAÐURINN/GVA
„Von mín er að draga fram hugmyndir um það hvernig valddreifing í samfélaginu er háð stjórnun á framleiðslugetu og vekja fólk til umhugsunar um það hvernig við getum komið henni í hendur almennings,“ segir Smári McCarthy, einn stofnenda og ritari Félags um stafrænt frelsi á Íslandi.

Smári er einn frummælenda á norrænu ráðstefnunni FSCONS 2010, sem haldin verður í Gautaborg í Svíþjóð í nóvember. Þetta er árleg ráðstefna um frjálst samfélag í víðustu merkingu orðsins.

Á ráðstefnunni ægir saman fyrirlesurum um hugbúnað, vélbúnað, lögfræði, mannfræði, stjórnmál og menningu. Þetta verður í þriðja skiptið sem Smári flytur erindi á ráðstefnunni. Hann segir innleggið sjálfstætt framhald fyrri ára. „Það hefur verið þema hjá mér að benda á galla í iðnaðarlíkaninu sem við búum við og tengja þá galla við lýðræðisfyrirkomulagið, ástandið í heiminum, og það hvernig frjálst samfélag getur reynt að færa hluti til betri vegar,“ segir hann.- jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×