Viðskipti innlent

Forstjóri rauk upp í tekjum

Sævar Freyr Þráinsson
Sævar Freyr Þráinsson
Urgur var meðal starfsmanna Símans eftir að álagningarskrár skattstjóra í sumar gáfu til kynna að forstjóri félagsins, Sævar Freyr Þráinsson, hefði rokið upp í launum milli 2008 og 2009, fengið 5,3 miljónir króna á mánuði í stað 2,5 milljóna áður. Starfsmenn Símans sem höfðu yfir 350 þúsund krónur á mánuði tóku á sig launalækkun eftir hrunið.

Pétur Þ. Óskarsson, upplýsingafulltrúi hjá Skiptum, eiganda Símans, segir hvorki Sævar né aðra æðstu stjórnendur hafa hækkað í launum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er skýringin á tekjuaukningunni sú að Sævari var metið til hlunninda að felldar voru niður skuldir hans vegna kaupa á hlutabréfum í Exista, móðurfélagi Símans. - gar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×