Lífið

Jay-Z kærður

Jay-Z á að hafa sleppt því að borga milljónareikning.
Jay-Z á að hafa sleppt því að borga milljónareikning.

Rapparinn og viðskiptamógúllinn Jay-Z hefur verið kærður af þrotabúi einkaþotufyrirtækisins Air Platinum. Fyrirtækið fer fram á um 250.000 dollara í skaðabætur, eða um 30 milljónir íslenskra króna.

Jay-Z nýtti þjónustu fyrirtækisins í fyrra og flaug í 18 tíma, en fyrirtækið rukkar 4.500 dollara á tímann. Jay-Z á að hafa sleppt því að greiða reikninginn ásamt reikningi fyrir veitingar, um borð sem voru alls ekki ókeypis.

Air Platinum gerði út frá Miami og þjónustaði milljónamæringa. Fyrirtækið fór á hausinn í kjölfarið á lögsóknum sem kostuðu eigandann um 1,9 milljónir dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.