Lykilstarfsmenn eyddu sjö milljónum með greiðslukortum VR Helga Arnardóttir skrifar 2. febrúar 2010 18:23 Fjórtán yfirmenn hjá VR sem höfðu greiðslukort á vegum félagsins eyddu samtals rúmlega sjö milljónum króna árið 2008. Vísbendingar eru um að þeir hafi notað kortin í einkaneyslu en formaður VR fullyrðir að slík neysla hafi verið dregin af launum viðkomandi starfsmanna. Fjórtán starfsmenn VR höfðu greiðslukort á vegum félagsins fyrir tveimur árum. Þetta voru þáverandi formaður VR, þáverandi varaformaður stjórnar félagsins, formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna, 7 sviðsstjórar félagsins bæði fyrrverandi og núverandi starfsmenn, fyrrverandi starfsmannastjóri VR og þrír yfirmenn VR á Egilsstöðum, Akranesi og í Eyjum. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlit yfir kortanotkun þessara starfsmanna allt árið 2008. Heildarfjárhæð sem tekin var út á öll kortin er rúmlega 7 milljónir króna. Fjöldi færslna sýnir kaup á flugfargjöldum innan-og utanlands fyrir hundruð þúsunda og hótelgistingu hérlendis og erlendis. Þetta eru allt ferðir sem starfsmenn hafa farið í á vegum VR. Þá eru einnig tugir færslna yfir kaup á mat á hinum ýmsu veitingastöðum, allt frá ódýrum skyndibitastöðum til dýrra veitingastaða í borginni. Auk þess eru færslur yfir kaup á eldsneyti og leigubílaferðum. Það sem vekur hins vegar athygli er að svo virðist sem nokkrir starfsmenn hafi notað kortin að einhverju leyti í einkaneyslu. Færslur þess efnis skipta tugum. Dæmi um það eru: Úttekt í Marco O Polo fyrir tæpar ellefu þúsund krónur. Í Skífunni fyrir tæpar fjögur þúsund krónur. í Bræðrunum Ormsson fyrir sex þúsund krónur. Úttekt í Hagkaupum í Kringlunni fyrir fimm þúsund krónur. Úttekt í Vínbúðinni Kringlunni uppá tæpar tvö þúsund og fimm hundruð krónur. Matarkaup á Ruby Tuesdays fyrir tæpar tvö þúsund krónur. Úttekt á Vitabar fyrir 1000 krónur. Þessar útttektir voru fyrir tíð Kristins Arnar Jóhannessonar núverandi formanns VR. Hann segir allar úttektir eiga sér skýringar. Fjármálastjóri, bókari og formaður félagins þurfi að samþykkja þær áður en reikningurinn sé greiddur. Kristinn segir að kortin séu ekki til einkaneyslu og eingöngu hugsuð til að mæta útgjöldum fyrir félagið. „Það eru tveir aðskildir aðilar og stundum þrír innan félagsins sem þurfa að samþykkja hverja færslu. Á bakvið hverja einustu færslu get ég fullyrt að það séu til reikningar með réttlætanlegum útgjöldum fyrir félagið. Ef svo er ekki er það dregið af launum starfsmanna." Kristinn segist líta það mjög alvarlegum augum að persónugreinanleg gögn af þessu tagi hafi lekið til fjölmiðla. Augljóst sé að trúnaðarbrestur hafi orðið innan stjórnar félagsins. „Ég fullyrði að þarna er ekkert óeðlilegt að finna. Til þess að sannreyna það þá hef ég falið endurskoðanda félagsins að fara yfir færslur síðustu þriggja ára. Ég mun leggja þá skýrslu fyrir stjórn og gera hana opinbera fyrir félagsmenn VR," segir Kristinn og bætir við. „Hafi persónulegar úttektir starfsmanna ekki verið dregnar af launum þeirra árið 2008 þá er um fjárdrátt að ræða og það er mjög alvarlegt mál. Ég veit ekki til þess að það hafi komið upp hér innan félagsins. Það er bara eðlilegt að við fáum endurskoðendur til að fara yfir málin. Hér er allt uppi á borðum." Sjálfur segist Kristinn hafa greiðslukort frá VR sem hann hafi notað í um tíu skipti frá því í haust, eingöngu í þágu félagsins. Gunnar Páll Pálsson fyrrverandi formaður VR baðst undan viðtali vegna málsins. Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjórtán yfirmenn hjá VR sem höfðu greiðslukort á vegum félagsins eyddu samtals rúmlega sjö milljónum króna árið 2008. Vísbendingar eru um að þeir hafi notað kortin í einkaneyslu en formaður VR fullyrðir að slík neysla hafi verið dregin af launum viðkomandi starfsmanna. Fjórtán starfsmenn VR höfðu greiðslukort á vegum félagsins fyrir tveimur árum. Þetta voru þáverandi formaður VR, þáverandi varaformaður stjórnar félagsins, formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna, 7 sviðsstjórar félagsins bæði fyrrverandi og núverandi starfsmenn, fyrrverandi starfsmannastjóri VR og þrír yfirmenn VR á Egilsstöðum, Akranesi og í Eyjum. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlit yfir kortanotkun þessara starfsmanna allt árið 2008. Heildarfjárhæð sem tekin var út á öll kortin er rúmlega 7 milljónir króna. Fjöldi færslna sýnir kaup á flugfargjöldum innan-og utanlands fyrir hundruð þúsunda og hótelgistingu hérlendis og erlendis. Þetta eru allt ferðir sem starfsmenn hafa farið í á vegum VR. Þá eru einnig tugir færslna yfir kaup á mat á hinum ýmsu veitingastöðum, allt frá ódýrum skyndibitastöðum til dýrra veitingastaða í borginni. Auk þess eru færslur yfir kaup á eldsneyti og leigubílaferðum. Það sem vekur hins vegar athygli er að svo virðist sem nokkrir starfsmenn hafi notað kortin að einhverju leyti í einkaneyslu. Færslur þess efnis skipta tugum. Dæmi um það eru: Úttekt í Marco O Polo fyrir tæpar ellefu þúsund krónur. Í Skífunni fyrir tæpar fjögur þúsund krónur. í Bræðrunum Ormsson fyrir sex þúsund krónur. Úttekt í Hagkaupum í Kringlunni fyrir fimm þúsund krónur. Úttekt í Vínbúðinni Kringlunni uppá tæpar tvö þúsund og fimm hundruð krónur. Matarkaup á Ruby Tuesdays fyrir tæpar tvö þúsund krónur. Úttekt á Vitabar fyrir 1000 krónur. Þessar útttektir voru fyrir tíð Kristins Arnar Jóhannessonar núverandi formanns VR. Hann segir allar úttektir eiga sér skýringar. Fjármálastjóri, bókari og formaður félagins þurfi að samþykkja þær áður en reikningurinn sé greiddur. Kristinn segir að kortin séu ekki til einkaneyslu og eingöngu hugsuð til að mæta útgjöldum fyrir félagið. „Það eru tveir aðskildir aðilar og stundum þrír innan félagsins sem þurfa að samþykkja hverja færslu. Á bakvið hverja einustu færslu get ég fullyrt að það séu til reikningar með réttlætanlegum útgjöldum fyrir félagið. Ef svo er ekki er það dregið af launum starfsmanna." Kristinn segist líta það mjög alvarlegum augum að persónugreinanleg gögn af þessu tagi hafi lekið til fjölmiðla. Augljóst sé að trúnaðarbrestur hafi orðið innan stjórnar félagsins. „Ég fullyrði að þarna er ekkert óeðlilegt að finna. Til þess að sannreyna það þá hef ég falið endurskoðanda félagsins að fara yfir færslur síðustu þriggja ára. Ég mun leggja þá skýrslu fyrir stjórn og gera hana opinbera fyrir félagsmenn VR," segir Kristinn og bætir við. „Hafi persónulegar úttektir starfsmanna ekki verið dregnar af launum þeirra árið 2008 þá er um fjárdrátt að ræða og það er mjög alvarlegt mál. Ég veit ekki til þess að það hafi komið upp hér innan félagsins. Það er bara eðlilegt að við fáum endurskoðendur til að fara yfir málin. Hér er allt uppi á borðum." Sjálfur segist Kristinn hafa greiðslukort frá VR sem hann hafi notað í um tíu skipti frá því í haust, eingöngu í þágu félagsins. Gunnar Páll Pálsson fyrrverandi formaður VR baðst undan viðtali vegna málsins.
Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira