Formúla 1

Stigagjöfinni breytt í Formúlu 1

Fleiri stig fást fyrir sigur í Formúlu 1 í ár en áður fyrr sem er mikil hvatning fyrir ökumenn.
Fleiri stig fást fyrir sigur í Formúlu 1 í ár en áður fyrr sem er mikil hvatning fyrir ökumenn.

Verulegar breytingar verða á stigagjöf í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili, en FIA samþykkti í gær að gera róttækar breytingar.

Sá sem sigrar í móti fær 7 stigum meira en sá sem lendir í öðru sæti og þetta ætti að vera hvatning fyrir menn að berjast til sigurs, fremur en ekki.

Stigagjöfin verður þannig að fyrir fyrsta sæti fást 25, stig, síðan 18 stig fyrir annað sætið og svo 15-12-10-8-6-4-2-1 fyrir næstu sæti á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×