Forsetinn hefur ákveðið sig Heimir Már Pétursson skrifar 4. janúar 2010 19:32 Frá Bessastöðum síðastliðinn fimmtudag. Mynd/Daníel Rúnarsson Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin. Fjórir dagar eru liðnir frá því forseti Íslands fékk Icesave lögin í hendur frá Alþingi. Segja má að forsetinn hafi líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér, því töluverðar líkur eru á að stjórnin segi af sér synji forsetinn því að staðfesta lögin. Því geri forsetinn það blasir við ríkisstjórninni að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave sem kallar á kosningabaráttu um það mál í sex til tíu vikur. Á meðan myndi varla vera vinnufriður á Alþingi og ríkisstjórnin hefur líka sagt að Icesave lögin séu stór hluti af endurreisn efnahagslífsins samkvæmt hennar áætlunum. Allar líkur eru á að stjórnin tapaði Icesave málinu í kosningum og því alveg eins líklegt að forystumenn hennar telji heppilegra að fara í almennar Alþingiskosningar. Í þeim kosningum yrði afstaða flokka í þessu máli eitt aðal kosningamálið.Forseti getur skipað utanþingsstjórn Útilokað má telja að Samfylking eða Vinstri grænir færu í stjórn með Sjálfstæðisflokki fyrir kosningar en án aðkomu hans er ekki hægt að mynda ríkisstjórn án annars stjórnarflokkanna. Forseti getur tæknilega skipað utanþingsstjórn en hún þyrfti líka að ná í umboð sitt til núverandi þings, þannig að kosningar væru sennilegasta útkoman. Forsetinn fundaði með formönnum stjórnarflokkanna í gær og þar hafa þeir væntanlega greint forseta frá mati sínu á stöðu mála, synji hann lögunum. Forsetinn hefur hins vegar ekki rætt við forystumenn stjórnarandstöðunnar frá því hann fékk lögin afhent.Vilhjálmur Egilsson.Mynd/PjeturMikilvægt að lögin nái fram að ganga Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segja mikilvægt að lögin nái fram að ganga. „Við teljum að herkostnaðurinn að því að bíða og reyna að ná betri samningi sé miklu meiri heldur en að það réttlæti hugsanlegan ávinning." Bretar og Hollendingar hafi beitt sér gegn Íslendingum í aðdraganda málsins. „Við teljum að þeir muni að öllum líkindum taka á ný upp baráttu gegn okkur og þeir geta valdið okkur miklum skaða ef þeir beita sér í málinu," segir Vilhjálmur. Blaðamannafundurinn í beinni á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi Embættismenn á skrifstofu forseta Íslands hafa verið þöglir sem gröfin um áform forsetans í dag. Hins vegar tilkynnti embættið síðdegis að forsetinn boðaði til fréttamannafundar á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið. Bein útsending verður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi frá blaðamannafundi forsetans á morgun klukkan ellefu. Tengdar fréttir Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31 Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13 Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00 Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin. Fjórir dagar eru liðnir frá því forseti Íslands fékk Icesave lögin í hendur frá Alþingi. Segja má að forsetinn hafi líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér, því töluverðar líkur eru á að stjórnin segi af sér synji forsetinn því að staðfesta lögin. Því geri forsetinn það blasir við ríkisstjórninni að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave sem kallar á kosningabaráttu um það mál í sex til tíu vikur. Á meðan myndi varla vera vinnufriður á Alþingi og ríkisstjórnin hefur líka sagt að Icesave lögin séu stór hluti af endurreisn efnahagslífsins samkvæmt hennar áætlunum. Allar líkur eru á að stjórnin tapaði Icesave málinu í kosningum og því alveg eins líklegt að forystumenn hennar telji heppilegra að fara í almennar Alþingiskosningar. Í þeim kosningum yrði afstaða flokka í þessu máli eitt aðal kosningamálið.Forseti getur skipað utanþingsstjórn Útilokað má telja að Samfylking eða Vinstri grænir færu í stjórn með Sjálfstæðisflokki fyrir kosningar en án aðkomu hans er ekki hægt að mynda ríkisstjórn án annars stjórnarflokkanna. Forseti getur tæknilega skipað utanþingsstjórn en hún þyrfti líka að ná í umboð sitt til núverandi þings, þannig að kosningar væru sennilegasta útkoman. Forsetinn fundaði með formönnum stjórnarflokkanna í gær og þar hafa þeir væntanlega greint forseta frá mati sínu á stöðu mála, synji hann lögunum. Forsetinn hefur hins vegar ekki rætt við forystumenn stjórnarandstöðunnar frá því hann fékk lögin afhent.Vilhjálmur Egilsson.Mynd/PjeturMikilvægt að lögin nái fram að ganga Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segja mikilvægt að lögin nái fram að ganga. „Við teljum að herkostnaðurinn að því að bíða og reyna að ná betri samningi sé miklu meiri heldur en að það réttlæti hugsanlegan ávinning." Bretar og Hollendingar hafi beitt sér gegn Íslendingum í aðdraganda málsins. „Við teljum að þeir muni að öllum líkindum taka á ný upp baráttu gegn okkur og þeir geta valdið okkur miklum skaða ef þeir beita sér í málinu," segir Vilhjálmur. Blaðamannafundurinn í beinni á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi Embættismenn á skrifstofu forseta Íslands hafa verið þöglir sem gröfin um áform forsetans í dag. Hins vegar tilkynnti embættið síðdegis að forsetinn boðaði til fréttamannafundar á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið. Bein útsending verður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi frá blaðamannafundi forsetans á morgun klukkan ellefu.
Tengdar fréttir Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31 Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13 Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00 Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31
Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13
Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00
Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19