Fjórir leikir fara fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld en toppbaráttulið Fram situr hjá að þessu sinni.
Topplið Vals ferðast til Akureyrar og mætir KA/Þór en Valsstúlkur eru enn taplausar eftir fimmtán leiki í deildinni til þessa og hafa unnið þrettán og gert tvö jafntefli.
Íslands -og bikarmeistarar Stjörnunnar sitja sem stendur í þriðja sæti deildarinnar fimm stigum á eftir Val en Stjörnustúlkur fá HK í heimsókn í Mýrina.
Þá tekur Fylkir á móti FH í Fylkishöll og Haukar mæta Víkingum að Ásvöllum en Víkingsstúlkur hafa tapað öllum fimmtán leikjum sínum í deildinni í vetur.
Leikir kvöldsins:
KA/Þór-Valur kl. 19
Stjarnan-HK kl. 19.30
Fylkir-FH kl. 19.30
Haukar-Víkingur kl. 19.30