Óhapp Hamiltons í skoðun hjá McLaren 10. maí 2010 10:50 Bíll Hamiltons eftir óhappið í Barcelona í gær. mynd: Getty Images Lewis Hamilton var óheppinn í spænska kappakstrinum í gær þegar virtist hvellspringa, eða felga brotna á fullri ferð þegar hann var í næst síðasta hring. Í sjónvarpsútsendingu sást eitthvað spýtast upp frá vinstra framhjólinu og skömmu síðar varð dekkið vindlaust og Hamilton sveif útaf. Hamilton var þá í öðru sæti á McLaren bíl sínum á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en Fernando Alonso hreppti annað sætið í staðinn á heimavelli. "Ég var að gæta þess að koma bílnum heim í endamark, en þá gaf stýris sig skyndilega og vinstra framhjólið brást. Ég fann ekkert fyrir neinu áður en þetta gerðist og þetta kom því á óvart. Við vitum ekki hvað er að, en allir hlutir bílsins fara í skoðun í tæknimiðstöð McLaren", sagði Hamilton á f1.com. "Það er átakanlegt að lenda í þessu rétt fyrir lok mótsins, en svona eru akstursíþróttir. Það eru mörg mót eftir enn og ég ber bara höfuðið hátt. Við getum enn barist um titilinn." Bridgestone dekkjamönnum grunar að eitthvað annað en dekkið hafi gefið sig í McLaren bílnum. "Við munum skoða alla hluti gaumgæfilega og getum ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist fyrr en þeirri skoðun er lokið um hvað gerðist eiginlega", sagði Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton var óheppinn í spænska kappakstrinum í gær þegar virtist hvellspringa, eða felga brotna á fullri ferð þegar hann var í næst síðasta hring. Í sjónvarpsútsendingu sást eitthvað spýtast upp frá vinstra framhjólinu og skömmu síðar varð dekkið vindlaust og Hamilton sveif útaf. Hamilton var þá í öðru sæti á McLaren bíl sínum á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en Fernando Alonso hreppti annað sætið í staðinn á heimavelli. "Ég var að gæta þess að koma bílnum heim í endamark, en þá gaf stýris sig skyndilega og vinstra framhjólið brást. Ég fann ekkert fyrir neinu áður en þetta gerðist og þetta kom því á óvart. Við vitum ekki hvað er að, en allir hlutir bílsins fara í skoðun í tæknimiðstöð McLaren", sagði Hamilton á f1.com. "Það er átakanlegt að lenda í þessu rétt fyrir lok mótsins, en svona eru akstursíþróttir. Það eru mörg mót eftir enn og ég ber bara höfuðið hátt. Við getum enn barist um titilinn." Bridgestone dekkjamönnum grunar að eitthvað annað en dekkið hafi gefið sig í McLaren bílnum. "Við munum skoða alla hluti gaumgæfilega og getum ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist fyrr en þeirri skoðun er lokið um hvað gerðist eiginlega", sagði Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren.
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira