Enski boltinn

Eiður Smári á leið aftur til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Tottenham.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports er Tottenham að ganga frá samkomulagi við landsliðsmanninn Eið Smára Guðjohnsen.

Eiður Smári er samningsbundinn AS Monaco í Frakklandi en var lánaður til Tottenham á síðari hluta tímabilsins í Englandi.

Fram kemur í fréttinni að Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætli að bjóða Eiði Smára langtímasamning við félagið.

Samkvæmt þessu verður gengið frá þessu á næstu tveimur vikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×