Lausnir sem hafa legið fyrir Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 12. október 2010 06:00 Fyrir kosningar vorið 2009 lögðu framsóknarmenn áherslu á að leiðrétta bæri skuldir heimila og færðu rök fyrir því að sú aðgerð kæmi á endanum öllum til góða, bæði þeim sem skulduðu og þeim sem ekkert skulduðu. Þolinmæði fólks gagnvart stökkbreyttum skuldum heimila, atvinnuleysi og forystuleysi í stjórnmálum er nú á þrotum. Framsóknarmenn hafa lagt fram fjölmörg þingmál um leiðréttingu skulda heimila og fyrirtækja, afnám verðtryggingar í áföngum og fleira. Meðal þeirra eru: * Þingsályktun um aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra heimila og atvinnulífs lögð fram í mars 2009, þingsályktun um almenna skuldaleiðréttingu lögð fram í maí 2009 *Þingsályktun um endurreisn íslensku bankanna þar sem m.a. er gert ráð fyrir afnámi verðtryggingar, lögð fram í júlí 2009 *Þingsályktun um almenna skuldaleiðréttingu lögð fram í október 2009 *Þingsályktun um vexti og verðtryggingu (hámarkshækkun verðtryggingar fjárskuldbindinga) lögð fram í október 2009 *Þingsályktun um ráðgjafarstofu fyrirtækja í greiðsluörðugleikum, lögð fram í október 2009 *Frumvarp um frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála lagt fram í febrúar 2010 . *Í júní 2010 er mælt fyrir þingsályktun um þjóðarsátt þar sem m.a. er lögð til skuldaleiðrétting. Við þennan lista má svo bæta þingmálum sem þingmenn annarra flokka hafa lagt til en ekki náð fram að ganga. Af þessu má ráða að oft hafa stjórnvöld verið hvött til þess að grípa til almennra aðgerða en fram að þessu hefur ekki verið hlustað. Þingflokkur framsóknarmanna mun halda áfram að tala fyrir almennum aðgerðum þótt þvergirðingsháttur ríkisstjórnarinnar geri það að verkum að það kunni að vera of seint fyrir einhverja. Við munum nú sem fyrr taka þátt í þeim verkefnum er bæta hag heimila og fyrirtækja sama hvaðan tillögur í þeim efnum koma og mæla áfram fyrir tillögum í þeim anda sem hér hafa verið taldar upp. Eðlilegur rekstrargrundvöllur heimila og fyrirtækja er forsenda endurreisnar, fyrir því verður áfram barist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrir kosningar vorið 2009 lögðu framsóknarmenn áherslu á að leiðrétta bæri skuldir heimila og færðu rök fyrir því að sú aðgerð kæmi á endanum öllum til góða, bæði þeim sem skulduðu og þeim sem ekkert skulduðu. Þolinmæði fólks gagnvart stökkbreyttum skuldum heimila, atvinnuleysi og forystuleysi í stjórnmálum er nú á þrotum. Framsóknarmenn hafa lagt fram fjölmörg þingmál um leiðréttingu skulda heimila og fyrirtækja, afnám verðtryggingar í áföngum og fleira. Meðal þeirra eru: * Þingsályktun um aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra heimila og atvinnulífs lögð fram í mars 2009, þingsályktun um almenna skuldaleiðréttingu lögð fram í maí 2009 *Þingsályktun um endurreisn íslensku bankanna þar sem m.a. er gert ráð fyrir afnámi verðtryggingar, lögð fram í júlí 2009 *Þingsályktun um almenna skuldaleiðréttingu lögð fram í október 2009 *Þingsályktun um vexti og verðtryggingu (hámarkshækkun verðtryggingar fjárskuldbindinga) lögð fram í október 2009 *Þingsályktun um ráðgjafarstofu fyrirtækja í greiðsluörðugleikum, lögð fram í október 2009 *Frumvarp um frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála lagt fram í febrúar 2010 . *Í júní 2010 er mælt fyrir þingsályktun um þjóðarsátt þar sem m.a. er lögð til skuldaleiðrétting. Við þennan lista má svo bæta þingmálum sem þingmenn annarra flokka hafa lagt til en ekki náð fram að ganga. Af þessu má ráða að oft hafa stjórnvöld verið hvött til þess að grípa til almennra aðgerða en fram að þessu hefur ekki verið hlustað. Þingflokkur framsóknarmanna mun halda áfram að tala fyrir almennum aðgerðum þótt þvergirðingsháttur ríkisstjórnarinnar geri það að verkum að það kunni að vera of seint fyrir einhverja. Við munum nú sem fyrr taka þátt í þeim verkefnum er bæta hag heimila og fyrirtækja sama hvaðan tillögur í þeim efnum koma og mæla áfram fyrir tillögum í þeim anda sem hér hafa verið taldar upp. Eðlilegur rekstrargrundvöllur heimila og fyrirtækja er forsenda endurreisnar, fyrir því verður áfram barist.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar