Villt brauðterta Vera Einarsdóttir skrifar 12. október 2010 13:26 Systir Þóru komst yfir uppskriftina árið 2006 og síðan hefur tertan átt sinn fasta sess í veislum fjölskyldunnar. Myndir/Anton Brink Matvælafræðingurinn Þóra Dögg Jörundsdóttir, sem starfar við hugbúnaðarprófanir hjá Betware, tók þátt í kökukeppni í vinnunni á dögunum og gerði sér lítið fyrir og hreppti annað sætið. Þrettán framlög bárust í keppnina en Þóra var sú eina sem gerði brauðtertu. Hún ákvað að reiða fram trompið á sínu heimili sem hefur verið á boðstólum í öllum veislum sem hún hefur haldið frá því árið 2006. „Systir mín fann þessa uppskrift í fermingarblaði á sínum tíma og síðan höfum við notað hana við fjölmörg tækifæri. Hún er létt og svolítið villtari en venjulegar brauðtertur. Ég nota eingöngu heilhveitibrauð og sýrðan rjóma svo hún er líka hollari en gengur og gerist," segir Þóra. Þóra breytir uppskriftinni eftir því sem hentar og sleppir stundum dýrum hráefnum eins og parmesan og hráskinku. Þegar hún notar hráskinkuna er það mestmegnis til skrauts en þá vefur hún henni í kringum tertuna og leggur hana í strimlum ofan á salatið.HátíðarsmurbrauðstertaÞóra Dögg með brauðtertuna góðu.Salat6 egg harðsoðin100 g marineraðir sólþurrkaðir tómatar70 g kapers1 knippi basilika, söxuð1 knippi graslaukur eða fínt saxaður blaðlaukur2 stk. hvítlauksgeirar, pressaðir7 dl sýrður rjómi (4 dósir)1/2 tsk. salt1/4 tsk. hvítur pipar12 sneiðar samlokubrauð (eða eins og þarf í þrjár hæðir)Skraut30 g parmesan, þunnt skorinn50 g salami50 g hráskinka2 dl ólífurBlandað salatFersk basilika, nokkur laufAðferðSkorpulausu brauði raðað í springform og salat sett á milli. Það á að duga á þrjár hæðir með salati efst. Blandað salat er síðan sett ofan á og tertan skreytt svolítið villt. Salamisneiðar skornar í tvennt og búin til kramarhús, Þeim er svo "troðið" ofan í brauðið. Brauðtertur Uppskriftir Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Matvælafræðingurinn Þóra Dögg Jörundsdóttir, sem starfar við hugbúnaðarprófanir hjá Betware, tók þátt í kökukeppni í vinnunni á dögunum og gerði sér lítið fyrir og hreppti annað sætið. Þrettán framlög bárust í keppnina en Þóra var sú eina sem gerði brauðtertu. Hún ákvað að reiða fram trompið á sínu heimili sem hefur verið á boðstólum í öllum veislum sem hún hefur haldið frá því árið 2006. „Systir mín fann þessa uppskrift í fermingarblaði á sínum tíma og síðan höfum við notað hana við fjölmörg tækifæri. Hún er létt og svolítið villtari en venjulegar brauðtertur. Ég nota eingöngu heilhveitibrauð og sýrðan rjóma svo hún er líka hollari en gengur og gerist," segir Þóra. Þóra breytir uppskriftinni eftir því sem hentar og sleppir stundum dýrum hráefnum eins og parmesan og hráskinku. Þegar hún notar hráskinkuna er það mestmegnis til skrauts en þá vefur hún henni í kringum tertuna og leggur hana í strimlum ofan á salatið.HátíðarsmurbrauðstertaÞóra Dögg með brauðtertuna góðu.Salat6 egg harðsoðin100 g marineraðir sólþurrkaðir tómatar70 g kapers1 knippi basilika, söxuð1 knippi graslaukur eða fínt saxaður blaðlaukur2 stk. hvítlauksgeirar, pressaðir7 dl sýrður rjómi (4 dósir)1/2 tsk. salt1/4 tsk. hvítur pipar12 sneiðar samlokubrauð (eða eins og þarf í þrjár hæðir)Skraut30 g parmesan, þunnt skorinn50 g salami50 g hráskinka2 dl ólífurBlandað salatFersk basilika, nokkur laufAðferðSkorpulausu brauði raðað í springform og salat sett á milli. Það á að duga á þrjár hæðir með salati efst. Blandað salat er síðan sett ofan á og tertan skreytt svolítið villt. Salamisneiðar skornar í tvennt og búin til kramarhús, Þeim er svo "troðið" ofan í brauðið.
Brauðtertur Uppskriftir Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira