Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk Magnús Már Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2010 12:58 Um eitt þúsund Íslendingar komu saman í Laugardalshöllinni í morgun til þjóðfundar. Hemmi er meðal þeirra. „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar," segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni." Um eitt þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Fundurinn stendur til klukkan sex en tilgangur hans er fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni. Sjö manna stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja fyrir stjórnlagaþing. Hemmi telur að niðurstaða fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi sem kemur saman í febrúar á næsta ári. „Ég held að það hljóti að koma einhverjir gullmolar út úr þessu sem fari þá á stjórnlagaþing og hugsanlega inn á Alþingi. Þannig að við fáum mikið bætt og mannlegra þjóðfélag og sleppum allri græðgi og förum að haga okkur eins og fólk." Tengdar fréttir Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00 Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32 Nýbökuð móðir með brjóstabarn á Þjóðfundi Þjóðfundur um stjórnarskrá Íslands verður haldinn næstkomandi laugardag 6. nóvember í Laugardalshöll. Um 1000 þáttakendur eru skráðir á fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Hlutverk þeirra er að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og endurskoðun á henni. 3. nóvember 2010 15:37 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
„Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar," segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni." Um eitt þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Fundurinn stendur til klukkan sex en tilgangur hans er fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni. Sjö manna stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja fyrir stjórnlagaþing. Hemmi telur að niðurstaða fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi sem kemur saman í febrúar á næsta ári. „Ég held að það hljóti að koma einhverjir gullmolar út úr þessu sem fari þá á stjórnlagaþing og hugsanlega inn á Alþingi. Þannig að við fáum mikið bætt og mannlegra þjóðfélag og sleppum allri græðgi og förum að haga okkur eins og fólk."
Tengdar fréttir Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00 Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32 Nýbökuð móðir með brjóstabarn á Þjóðfundi Þjóðfundur um stjórnarskrá Íslands verður haldinn næstkomandi laugardag 6. nóvember í Laugardalshöll. Um 1000 þáttakendur eru skráðir á fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Hlutverk þeirra er að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og endurskoðun á henni. 3. nóvember 2010 15:37 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6. nóvember 2010 10:00
Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6. nóvember 2010 11:32
Nýbökuð móðir með brjóstabarn á Þjóðfundi Þjóðfundur um stjórnarskrá Íslands verður haldinn næstkomandi laugardag 6. nóvember í Laugardalshöll. Um 1000 þáttakendur eru skráðir á fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Hlutverk þeirra er að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og endurskoðun á henni. 3. nóvember 2010 15:37