Besta þjónustan við börnin Bára Friðriksdóttir skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Mannréttindaráð Reykajvíkurborgar lagði til á dögunum að fulltrúar trúfélaga ættu ekki erindi í skóla borgarinnar jafnvel þegar þung áföll dyndu yfir. Einnig lagði það til að alfarið ætti að hætta með kirkjuferðir á skólatíma sem hafa tíðkast fyrir jólin. Eitt af rökum ráðsins er að það eigi að fá fagaðila eins og sálfræðinga að áföllum en ekki presta. Hvað ætli þessir borgarfulltrúar haldi að felist í fimm ára háskólamenntun til prests og nokkurra mánaða starfsþjálfun þar að auki. Ef við erum fagaðilar í einhverju þá er það að mæta fólki í sorg og áföllum. Hjálpa þeim að takast á við óblíðar aðstæður og leiða þau í gegnum fyrstu holskeflur áfalls og sorgar. Þar er hverjum mætt af jafnræði óháð trúar- eða lífsskoðun. Reynsla mín af samstarfi kirkju og skóla hefur sýnt mér hve þakklátir kennarar og skólastjórnendur eru að hafa aðgang að prestinum í hverfinu þegar áföll dynja yfir. Þegar allt snýst um fjármál á þessum síðustu og verstu, má minna á að það þarf ekkert að borga prestinum í núverandi skipulagi sem þarf að gera séu aðrir fagaðilar kallaðir til. Auðvitað er gott að fá sálfræðinga að og í sumum tilfellum fólk úr Rauða krossinum sem þekkir vel til hamfaraaðstoðar. En hvar er réttsýnin í því að loka eigi aðgang barna og kennara að sérfræðingum í áföllum? Er það besta þjónustan við börnin okkar? Ég kalla eftir svari Margrétar Sverrisdóttur, formanns ráðsins. Það má vera að spurningin um kirkjuheimsókn skólabarna liggi á gráu svæði. Ef við skoðum rökin segja sumir að börn foreldra sem hvorki trúi né séu skráðir í Þjóðkirkjuna eigi ekki að fara í kirkju með skólanum fyrir jólin. Vinnuregla Þjóðkirkjunnar er að við skólaheimsóknir sé foreldrum kynnt það áður í bréfi og þeim gefinn kostur á að óska þess að barn sitt fari ekki sé það þeirra vilji. Þau börn koma þá ekki í kirkjuheimsókn, fá annað verkefni sem er hið besta mál. Með því njóta þau fullra mannréttinda. Reynslan hefur verið sú að það eru örfáir foreldrar sem ekki vilja að börn sín fari í kirkjuheimsókn. Nú eru um 80% þjóðarinnar félagar í Þjóðkirkjunni, a.m.k. önnur 10% í öðrum kristnum trúfélögum. Ef um 90% barna á Íslandi eru kristinnar trúar, eru það ekki mannréttindi þeirra að þau megi fara í kirkjuheimsókn í undirbúningi jólanna, einnar stærstu hátíðar kirkjunnar? Má ekki segja að það sé brotið á mannréttindum þeirra ef þau mega ekki hafa trúfrelsi og syngja jólasálma í kirkjunni fyrir jólin? Við viljum sem besta þjónustu við börnin okkar. Við viljum að þau njóti fullra mannréttinda. Við viljum ekki að því sé þröngvað upp á þau að kirkjan sé vond sem beri að varast. Ég veit að þetta mæli ég fyrir mína hönd og margra annarra því fólk víða að hefur rætt við mig um hneykslan sína á framgöngu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í þessu máli. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í blaðaviðtali eitt sinn að sá maður sem hann liti mest upp til af öllum væri Jesús. Ég geri orð hans, sem lesin eru yfir hverju skírðu barni, að lokaorðum. „„Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma." Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau." Markúsarguðspjall 10.14-16. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Mannréttindaráð Reykajvíkurborgar lagði til á dögunum að fulltrúar trúfélaga ættu ekki erindi í skóla borgarinnar jafnvel þegar þung áföll dyndu yfir. Einnig lagði það til að alfarið ætti að hætta með kirkjuferðir á skólatíma sem hafa tíðkast fyrir jólin. Eitt af rökum ráðsins er að það eigi að fá fagaðila eins og sálfræðinga að áföllum en ekki presta. Hvað ætli þessir borgarfulltrúar haldi að felist í fimm ára háskólamenntun til prests og nokkurra mánaða starfsþjálfun þar að auki. Ef við erum fagaðilar í einhverju þá er það að mæta fólki í sorg og áföllum. Hjálpa þeim að takast á við óblíðar aðstæður og leiða þau í gegnum fyrstu holskeflur áfalls og sorgar. Þar er hverjum mætt af jafnræði óháð trúar- eða lífsskoðun. Reynsla mín af samstarfi kirkju og skóla hefur sýnt mér hve þakklátir kennarar og skólastjórnendur eru að hafa aðgang að prestinum í hverfinu þegar áföll dynja yfir. Þegar allt snýst um fjármál á þessum síðustu og verstu, má minna á að það þarf ekkert að borga prestinum í núverandi skipulagi sem þarf að gera séu aðrir fagaðilar kallaðir til. Auðvitað er gott að fá sálfræðinga að og í sumum tilfellum fólk úr Rauða krossinum sem þekkir vel til hamfaraaðstoðar. En hvar er réttsýnin í því að loka eigi aðgang barna og kennara að sérfræðingum í áföllum? Er það besta þjónustan við börnin okkar? Ég kalla eftir svari Margrétar Sverrisdóttur, formanns ráðsins. Það má vera að spurningin um kirkjuheimsókn skólabarna liggi á gráu svæði. Ef við skoðum rökin segja sumir að börn foreldra sem hvorki trúi né séu skráðir í Þjóðkirkjuna eigi ekki að fara í kirkju með skólanum fyrir jólin. Vinnuregla Þjóðkirkjunnar er að við skólaheimsóknir sé foreldrum kynnt það áður í bréfi og þeim gefinn kostur á að óska þess að barn sitt fari ekki sé það þeirra vilji. Þau börn koma þá ekki í kirkjuheimsókn, fá annað verkefni sem er hið besta mál. Með því njóta þau fullra mannréttinda. Reynslan hefur verið sú að það eru örfáir foreldrar sem ekki vilja að börn sín fari í kirkjuheimsókn. Nú eru um 80% þjóðarinnar félagar í Þjóðkirkjunni, a.m.k. önnur 10% í öðrum kristnum trúfélögum. Ef um 90% barna á Íslandi eru kristinnar trúar, eru það ekki mannréttindi þeirra að þau megi fara í kirkjuheimsókn í undirbúningi jólanna, einnar stærstu hátíðar kirkjunnar? Má ekki segja að það sé brotið á mannréttindum þeirra ef þau mega ekki hafa trúfrelsi og syngja jólasálma í kirkjunni fyrir jólin? Við viljum sem besta þjónustu við börnin okkar. Við viljum að þau njóti fullra mannréttinda. Við viljum ekki að því sé þröngvað upp á þau að kirkjan sé vond sem beri að varast. Ég veit að þetta mæli ég fyrir mína hönd og margra annarra því fólk víða að hefur rætt við mig um hneykslan sína á framgöngu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í þessu máli. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í blaðaviðtali eitt sinn að sá maður sem hann liti mest upp til af öllum væri Jesús. Ég geri orð hans, sem lesin eru yfir hverju skírðu barni, að lokaorðum. „„Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma." Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau." Markúsarguðspjall 10.14-16.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun