NBA í nótt: New Orleans vann stjörnulið Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2010 11:00 Chris Paul var frábær í nótt. Mynd/AP New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. New Orleans byrjaði af krafti og komst í 14-4 á fyrstu mínútunum. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi fyrr en tæp mínúta var til leiksloka og LeBron James kom Miami yfir á vítalínunni, 90-89. Trevor Ariza svaraði með þristi og New Orleans komst í fjögurra stiga forystu þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Chris Bosh náði að minnka muninn í eitt með þriggja stiga skoti en David West jók muninn í þrjú með tveimur vítaköstum þegar sjö sekúndur voru eftir. Eddie House fékk tækifæri til jafna metin með þriggja stiga skoti en missti marks. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Paul og Emeka Okafor voru frábærir í liði Hornets og fóru mikinn í sóknarleik liðsins. Paul skoraði „aðeins" þrettán stig en var með alls nítján stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann stal boltanum fimm sinnum. Okafor var stigahæstur með 26 stig og nýtti tólf af þrettán skotum sínum utan af velli. Hann tók þar að auki þrettán fráköst. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James var með 20 stig og tíu stoðsendingar og Bosh fimmtán stig. New Orleans hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa á tímabilinu en Miami hefur tapað tveimur af fyrstu sex. Phoenix vann Memphis, 123-118, í tvíframlengdum leik. Jason Richardson skoraði 38 stig fyrir Phoenix, þar af fimm á síðustu sekúndu fjórða leikhluta þótt ótrúlega megi virðast. Richardson byrjaði á því að setja niður þrist þegar 1,1 sekúnda var eftir og minnka muninn í eitt stig. Það var svo brotið á Rudy Gay þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið sitt og ætlaði svo að misnota það síðara líka. Hann hins vegar hitti úr síðara skotinu og Phoenix tók leikhlé um leið. Þeir fengu svo að byrja með boltann á vallarhelmingi Memphis og skoraði Richardson með Alley-oop troðslu um leið og leiktíminn rann út.Phoenix náði svo að klára leikinn í síðari framlengingunni.LA Lakers vann Toronto, 108-103. Pau Gasol var með 30 stig og Kobe Bryant 23. Lakers er enn ósigrað í deildinni.Detroit vann Charlotte, 97-90. Ben Gordon var með 20 stig og Tayshaun Prince fjórtán fyrir Detroit sem vann sinn fysta leik á tímabilinu í nótt.Cleveland vann Philadelphia, 123-116. Cleveland var næstum búið að klúðra leiknum eftir að hafa mest verið með nítján stiga forystu en náði að rétta úr kútnum í fórða leikhluta og vinna góðan sigur.Milwaukee vann Indiana, 94-90. John Salmons var með 22 stig fyrir Milwaukee.Boston vann Chicago í framlengdum leik, 110-105. Kevin Garnett varði mikilvægt skot frá Joakim Noah í lok framlengingarinnar og gerði Boston kleift að vinna nauman sigur.New York vann Washington, 112-91. Toney Douglas var með nítján stig og tíu fráköst fyrir New York. Raymond Felton bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Gilbert Arenas spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma með Washington í nótt.Atlanta vann Minnesota, 113-103. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir Atlanta.Golden State vann Utah, 85-78. Stephen Curry fór mikinn á lokakafla leiksins og skoraði níu stig á síðustu þremur mínútunum fyrir Golden State.Orlando vann New Jersey, 105-90. Dwight Howard var með 30 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.Denver vann LA Clippers, 111-104. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Al Harrington átján. NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. New Orleans byrjaði af krafti og komst í 14-4 á fyrstu mínútunum. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi fyrr en tæp mínúta var til leiksloka og LeBron James kom Miami yfir á vítalínunni, 90-89. Trevor Ariza svaraði með þristi og New Orleans komst í fjögurra stiga forystu þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Chris Bosh náði að minnka muninn í eitt með þriggja stiga skoti en David West jók muninn í þrjú með tveimur vítaköstum þegar sjö sekúndur voru eftir. Eddie House fékk tækifæri til jafna metin með þriggja stiga skoti en missti marks. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Paul og Emeka Okafor voru frábærir í liði Hornets og fóru mikinn í sóknarleik liðsins. Paul skoraði „aðeins" þrettán stig en var með alls nítján stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann stal boltanum fimm sinnum. Okafor var stigahæstur með 26 stig og nýtti tólf af þrettán skotum sínum utan af velli. Hann tók þar að auki þrettán fráköst. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James var með 20 stig og tíu stoðsendingar og Bosh fimmtán stig. New Orleans hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa á tímabilinu en Miami hefur tapað tveimur af fyrstu sex. Phoenix vann Memphis, 123-118, í tvíframlengdum leik. Jason Richardson skoraði 38 stig fyrir Phoenix, þar af fimm á síðustu sekúndu fjórða leikhluta þótt ótrúlega megi virðast. Richardson byrjaði á því að setja niður þrist þegar 1,1 sekúnda var eftir og minnka muninn í eitt stig. Það var svo brotið á Rudy Gay þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið sitt og ætlaði svo að misnota það síðara líka. Hann hins vegar hitti úr síðara skotinu og Phoenix tók leikhlé um leið. Þeir fengu svo að byrja með boltann á vallarhelmingi Memphis og skoraði Richardson með Alley-oop troðslu um leið og leiktíminn rann út.Phoenix náði svo að klára leikinn í síðari framlengingunni.LA Lakers vann Toronto, 108-103. Pau Gasol var með 30 stig og Kobe Bryant 23. Lakers er enn ósigrað í deildinni.Detroit vann Charlotte, 97-90. Ben Gordon var með 20 stig og Tayshaun Prince fjórtán fyrir Detroit sem vann sinn fysta leik á tímabilinu í nótt.Cleveland vann Philadelphia, 123-116. Cleveland var næstum búið að klúðra leiknum eftir að hafa mest verið með nítján stiga forystu en náði að rétta úr kútnum í fórða leikhluta og vinna góðan sigur.Milwaukee vann Indiana, 94-90. John Salmons var með 22 stig fyrir Milwaukee.Boston vann Chicago í framlengdum leik, 110-105. Kevin Garnett varði mikilvægt skot frá Joakim Noah í lok framlengingarinnar og gerði Boston kleift að vinna nauman sigur.New York vann Washington, 112-91. Toney Douglas var með nítján stig og tíu fráköst fyrir New York. Raymond Felton bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Gilbert Arenas spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma með Washington í nótt.Atlanta vann Minnesota, 113-103. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir Atlanta.Golden State vann Utah, 85-78. Stephen Curry fór mikinn á lokakafla leiksins og skoraði níu stig á síðustu þremur mínútunum fyrir Golden State.Orlando vann New Jersey, 105-90. Dwight Howard var með 30 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.Denver vann LA Clippers, 111-104. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Al Harrington átján.
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira