Viðskipti innlent

Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greiðslustöðvun Kaupþings hefur verið framlengd. Mynd/ Valgarður.
Greiðslustöðvun Kaupþings hefur verið framlengd. Mynd/ Valgarður.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt greiðslustöðvun Kaupþings banka til 24. nóvember næstkomandi. Ákvörðun Kaupþings um að óska eftir þessari framlengingu var kynnt á fundi með kröfuhöfum 9. ágúst síðastliðinn.

Í tilkynningu frá Kaupþingi kemur fram að greiðslustöðvunartímabilið geti í mesta lagi staðið til 24. nóvember en á þeim tímapunkti mun Kaupþing banki fara sjálfkrafa í slitameðferð. Þessi breyting á lagalegri stöðu bankans muni þó ekki hafa áhrif á núverandi starfsemi hans.

Samkvæmt breytingum sem gerðar voru á lögum um fjármálafyrirtæki á árinu 2009 mun vernd Kaupþings banka gegn lögsóknum, þvingunarúrræðum, innheimtuaðgerðum og öðrum ráðstöfunum eigna sem fengin var á greiðslustöðvunartímabilinu halda gildi sínu þegar bankinn fer í slitameðferð. Beiðni um framlengingu á þessum tímapunkti var því varúðarráðstöfun, samkvæmt upplýsingum frá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×