Viðskipti erlent

Metverð fyrir viskýflösku, seld á tæpar 18 milljónir

Nýtt verðmet var sett í vikunni hvað sölu á viský varðar. Tvær maltviskýflöskur af gerðinni Dalmore Trinitas voru seldar á 100.000 pund eða tæpar 18 milljónir kr. stykkið.

Í frétt um málið í Guardian segir að um 64 ára gamalt viský sé að ræða. Framleiðandinn er Whyte & Mackay í Skotlandi. Aðeins þrjár flöskur af þessu viský voru framleiddar og útskýrir það verð þeirra. Fyrra verðmet Whyte & Mackay átti flaska af 62 ára gömlu Dalmore sem seld var á 32.000 pund.

Eðalviský hefur átt góðu gengi að fangna að undanförnu og segir í fréttinni að flaska af Glenfiddich frá árinu 1937 hafi nýlega selst á 50.000 pund.

Útflutningur á viský frá Skotlandi hefur aldrei verið meiri í sögunni. Sala á viský hefur einkum aukist í löndum á borð við Kína, Indlandi og Brasilíu. Nýríkir í þessum löndum telja þenn drykk merki um auð sinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×