Reykjanesbrautin flutt fjær álverinu 11. nóvember 2010 03:30 Reykjanesbrautin Áformað er að lokið verði við tvöldun og færslu Reykjanesbrautarinnar 2015. fréttablaðið/vilhelm Meðal framkvæmda sem ráðist verður í, þegar og ef semst um fjármögnun milli ríkisins og lífeyrissjóðanna, er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í því felst jafnframt að flytja vegstæði hennar fjær álverinu í Straumsvík. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar gert ráð fyrir flutningi brautarinnar. Byggist það á fyrirheitum bæjarins til álversins um lóð handan núverandi Reykjanesbrautar þegar stækkun þess var áformuð. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa viðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun gengið vel og binda forvígismenn aðila vonir við að samningar kunni að vera á næsta leiti. Kristján Möller, sem stýrir viðræðunum af hálfu ríkisins, segir ákaflega brýnt að koma framkvæmdum sem fyrst af stað. Fjöldi starfa og öryggi sé undir. „Það er algjört frost á markaðnum og því mikilvægt að geta byrjað sem fyrst. En þetta er ekki bara atvinnumál heldur líka mesta átak í umferðaröryggismálum sem ráðist hefur verið í og því afar þjóðhagslega hagkvæmt.“ Framkvæmdirnar á suðvesturhorninu verða á vegum sérstaks hlutafélags í eigu ríkisins sem einnig annast rekstur og viðhald veganna. Frumvarp um heimild til að stofna slíkt félag varð að lögum í sumar. Innheimt verða veggjöld til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir. Annað félag verður stofnað um Vaðlaheiðargöngin. Verður það í eigu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga nyrðra. Samkvæmt Kristjáni Möller hafa sveitarfélög heitið hlutafjárframlögum upp á um 200 milljónir króna. Í undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar hefur verið notast við gögn Greiðrar leiðar, félags í eigu sveitarfélaga og KEA sem stofnað var fyrir nokkrum árum til að vinna að framgangi Vaðlaheiðarganga. Rukkað verður fyrir umferð um göngin. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Meðal framkvæmda sem ráðist verður í, þegar og ef semst um fjármögnun milli ríkisins og lífeyrissjóðanna, er að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í því felst jafnframt að flytja vegstæði hennar fjær álverinu í Straumsvík. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar gert ráð fyrir flutningi brautarinnar. Byggist það á fyrirheitum bæjarins til álversins um lóð handan núverandi Reykjanesbrautar þegar stækkun þess var áformuð. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa viðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun gengið vel og binda forvígismenn aðila vonir við að samningar kunni að vera á næsta leiti. Kristján Möller, sem stýrir viðræðunum af hálfu ríkisins, segir ákaflega brýnt að koma framkvæmdum sem fyrst af stað. Fjöldi starfa og öryggi sé undir. „Það er algjört frost á markaðnum og því mikilvægt að geta byrjað sem fyrst. En þetta er ekki bara atvinnumál heldur líka mesta átak í umferðaröryggismálum sem ráðist hefur verið í og því afar þjóðhagslega hagkvæmt.“ Framkvæmdirnar á suðvesturhorninu verða á vegum sérstaks hlutafélags í eigu ríkisins sem einnig annast rekstur og viðhald veganna. Frumvarp um heimild til að stofna slíkt félag varð að lögum í sumar. Innheimt verða veggjöld til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir. Annað félag verður stofnað um Vaðlaheiðargöngin. Verður það í eigu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga nyrðra. Samkvæmt Kristjáni Möller hafa sveitarfélög heitið hlutafjárframlögum upp á um 200 milljónir króna. Í undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar hefur verið notast við gögn Greiðrar leiðar, félags í eigu sveitarfélaga og KEA sem stofnað var fyrir nokkrum árum til að vinna að framgangi Vaðlaheiðarganga. Rukkað verður fyrir umferð um göngin. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira