Brawn sá á eftir Button, en trúir á Schumacher 27. apríl 2010 10:14 Jenson Button og Michael Schumacher brosmildir á blaðamannfundi á mótsstað. Mynd: Getty Images Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes. "Ég var vonsvikinn að Button yfirgaf liðið. Hann taldi að fólk héldi að henni hefði orðið meistari af því hann var á besta bílnum. Hann vildi því fara og gera það sama hjá öðru liði. Hann vildi líka fá samanburð við Lewis Hamilton sem er trúlega einn sá hæfileikaríkasti frá náttúrunnar hendi", sagði Brawn í samtali við dagblaðið Sun í Bretlandi. Button ekur með Hamilton hjá McLaren. "Við erum enn vinir og ræddum saman í flugvélinni á leið heim frá Malasíu. En við erum ekki vinir á kappakstursbrautinni, frekar en aðrir keppinautar. Button var frábær liðsfélagi í fyrra, en hann er úr sögunni og við verðum að vinna hann." Nico Rosberg hjá Mercedes liðinu sem Brawn stýrir, er í öðru sæti í stigamótinu, 10 stigum á eftir Button sem er með 60 stig á móti 50 Rosbergs. Michael Schumacher er hinsvegar aðeins með 10 stig, en Brawn segir hann staðráðinn í að sigra engu að síður. "Schumacher er staðráðinn í að ná árangri. Hann hefur alltaf verið sinn mesti gagnrýnandi og er mjög áræðinn og vell inréttaður. Hann gefst ekkert upp þótt á móti blási og vissulega gekk ekki vel í Kína. Við verðum að standa okkur betur í Barcelona í næsta móti og reynsla Schumachers kemur að góðum notum. Það var hugsunin á bakvið ráðningu hans til liðsins. Það er eiginlega erfiðast hvað hann er stórt númer, þannig að menn umgangist hann á eðlilegan hátt", sagði Brawn. Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes. "Ég var vonsvikinn að Button yfirgaf liðið. Hann taldi að fólk héldi að henni hefði orðið meistari af því hann var á besta bílnum. Hann vildi því fara og gera það sama hjá öðru liði. Hann vildi líka fá samanburð við Lewis Hamilton sem er trúlega einn sá hæfileikaríkasti frá náttúrunnar hendi", sagði Brawn í samtali við dagblaðið Sun í Bretlandi. Button ekur með Hamilton hjá McLaren. "Við erum enn vinir og ræddum saman í flugvélinni á leið heim frá Malasíu. En við erum ekki vinir á kappakstursbrautinni, frekar en aðrir keppinautar. Button var frábær liðsfélagi í fyrra, en hann er úr sögunni og við verðum að vinna hann." Nico Rosberg hjá Mercedes liðinu sem Brawn stýrir, er í öðru sæti í stigamótinu, 10 stigum á eftir Button sem er með 60 stig á móti 50 Rosbergs. Michael Schumacher er hinsvegar aðeins með 10 stig, en Brawn segir hann staðráðinn í að sigra engu að síður. "Schumacher er staðráðinn í að ná árangri. Hann hefur alltaf verið sinn mesti gagnrýnandi og er mjög áræðinn og vell inréttaður. Hann gefst ekkert upp þótt á móti blási og vissulega gekk ekki vel í Kína. Við verðum að standa okkur betur í Barcelona í næsta móti og reynsla Schumachers kemur að góðum notum. Það var hugsunin á bakvið ráðningu hans til liðsins. Það er eiginlega erfiðast hvað hann er stórt númer, þannig að menn umgangist hann á eðlilegan hátt", sagði Brawn.
Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira