Breska söngkonan Amy Winehouse var flutt á sjúkrahús í vikunni vegna verkja í brjóstunum. „Amy var mjög kvalin og hún var sannfærð um að þetta væru út af brjóstunum," hefur breska blaðið The Sun eftir heimildarmanni sem er náin fjölskyldu Amy.
Söngkonan fór í brjóstastækkun í október á síðasta ári og var hún sögð himinlifandi með barminn. Ekki liggur fyrir hvort að hún þurfi að leggjast undir hnífinn á nýjan leik og hvort að fjarlægja þurfi sílikonpúðanna.