Enski boltinn

Joe Cole leynir því hvert hann ætlar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Cole á æfingu með landsliðinu í Suður-Afríku.
Cole á æfingu með landsliðinu í Suður-Afríku. GettyImages
Joe Cole á enn eftir að greina frá því hvaða félag hann mun semja við. Hann er samningslaus í sumar og vill fá há laun en hann hefur hvað lengst verið orðaður við Arsenal.

Þó eru Manchester United og Manchester City einnig sögð áhugasöm um Cole sem verður með enska landsliðinu á HM í sumar. Ekki fyrr en eftir mótið mun hann greina frá ákvörðun sinni.

Ef Cole færi til Arsenal yrði hann fjórði leikmaðurinn til að fara á milli Chelsea og Skyttanna á undanförnum árum. William Gallas og Ashley Cole skiptu um félagið árið 2006 og Lassana Diarra fór síðan til Arsenal árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×