Viðskipti innlent

Afskrifa 2,6 milljarða af fyrirtæki í eigu Skinneyjar-Þinganess

Valur Grettisson skrifar
Nóna á kvóta fyrir um 2 milljarða.
Nóna á kvóta fyrir um 2 milljarða.

Landsbankinn hefur afskrifað 2,6 milljarða af sjávarútvegsfyrirtækinu Nónu sem er næstum alfarið í eigu Skinneyjar-Þinganess. Þetta kom fram í Kastljósinu í kvöld.

Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í desember á síðasta ári að Nóna, sem gerir út tvo smábáta frá Höfn í Hornafirði, skuldaði 5,3 milljarða króna í árslok 2008.

Tap Nónu árið 2008 nam tveimur og hálfum milljarð króna og bókað eigið fé í árslok var neikvætt um annað eins.

Fyrirtækið á kvóta fyrir tvo milljarða króna.

Í Kastjósi kemur fram að Nóna skipti við tvo banka. Annarsvegar Arion banka, sem kannaðist ekki við afskriftirnar, og svo Landsbankinn, sem vildi ekki tjá sig um málið.

Kastljós telur sig hafa staðfestingu á því að það hafi verið Landsbankinn sem afskrifaði féð.

Meðal þeirra sem eiga hlut í Skinney-þinganess er fyrrverandi forsætisráðherrann Halldór Ásgrímsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×