Fótbolti

Juventus og Manchester City gerðu jafntefli - Kolbeinn skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Johnson tryggði Manchester City jafntefli í kvöld.
Adam Johnson tryggði Manchester City jafntefli í kvöld. Mynd/AP
Manchester City og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í stórleik kvöldsins í Evrópudeildinni en leikið var í Manchester. Íslendingaliðin AZ Alkmaar og OB töpuðu bæði í kvöld en Kolbeinn Sigþórsson náði að minnka muninn fyrir AZ í lok leiksins.

Juventus komst yfir í upphafi leiks á móti Manchester City og varði síðan stigið í seinni hálfleiknum eftir að City-liðið náði að jafna fyrir hálfleik. Það munaði þó engu að Ítalirnir stælu sigrinum í lokin þegar Alessandro Del Piero átti skot beint úr aukaspyrnu í slánna og niður á línuna.

Vincenzo Iaquinta kom Juventus í 1-0 strax á 11. mínútu eftir að hafa fengið boltinn út á kanti og skorað með skoti af löngu færi sem hafði viðkomu í Kolo Touré varnarmanni Manchester City.

Adam Johnson jafnaði leikinn á 37. mínútu eftir að Yaya Touré las flott hlaup hans og sendi lúmska sendingu í gegnum vörnina. Alex Manninger var illa staðsettur og gat lítið gert við því þegar Johnson skoraði.

Manchester City er á toppnum í A-riðli með 4 stig eins og pólska liðið Lech Poznan en Pólverjarnir fylgdu á eftir jafntefli á útivelli á móti Juventus með því að vinna 2-0 sigur á RB Salzburg í gær.

Hvít-Rússarnir í BATE Borisov halda áfram að fara illa með Íslendinga en í kvöld unnu þeir 4-1 sigur á Íslendingaliðinu AZ Alkmaar. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í þriggja manna framlínu AZ og náði Kolbeinn að minnka muninn undir lokin.

Stuttgart er með fullt hús í H-riðli eftir útisigur á Rúriki Gíslasyni og félögum í danska liðinu OB. Rúrik spilaði fyrstu 70 mínúturnar í 1-2 tapi en þýska liðið komst í 1-0 aðeins tveimur mínútum eftir að íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn útaf. Zdravko Kuzmanovic skoraði markið fyrir Stuttgart, Andreas Johansson jafnaði fyrir OB sex mínútum síðar en Martin Harnik skoraði sigurmarkið á 86. mínútu.

Það eru alls sjö lið með fullt hús eftir tvo fyrstu leikina. FC Porto og Besiktas eru með 6 stig í L-riðli, Paris Saint-Germain FC er með 6 stig í J-riðli, FC Zenit St. Petersburg er með fullt hús í G-riðli alveg eins og CSKA Moskva í F-riðli og Sporting Lissabon í C-riðli.

Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:



A-riðill


Lech Poznan-RB Salzburg 2-0

1-0 Manuel Arboleda (47.), 2-0 Slawomir Peszko (80.)

Manchester City-Juventus 1-1

0-1 Vincenzo Iaquinta (11.), 1-1 Adam Johnson (37.)

B-riðill

Rosenborg-Aris Saloniki 2-1

1-0 Morten Moldskred (37.), 1-1 Carlos Ruiz (43.), 2-1 Rade Prica /58.)

Atlético Madrid-Bayer Leverkusen 1-1

0-1 Eren Derdiyok (40.), 1-1 Simão Sabrosa (51.)



C-riðill


Gent-Lille 1-1

Sporting Lisabon-Levski Sofia 5-0

1-0 Daniel Carriço (30.), 2-0 Maniche (43.), 3-0 Diogo Salomão (53.), 4-0 Hélder Postiga (61.), 5-0 Matías Fernández (79.)

D-riðill

PAOK-Dinamo Zagreb 1-0

Villarreal-Club Brugge 2-1

1-0 Giuseppe Rossi (41.), 1-1 Ryan Donk (45.), 2-1 Javier Gonzalo Rodriguez (56.)

E-riðill

BATE Borisov-AZ Alkmaar 4-1

1-0 Vitaliy Rodionov (5.), 2-0 Artem Kontsevoj (49.), 3-0 Renan Bressan (77.), 4-0 Edgar Olekhnovich (83.). 4-1 Kolbeinn Sigþórsson (89.). Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ. Jóhann fór útaf á 68. mínútu.

Sheriff Tiraspol-Dynamo Kiev 2-0

F-riðill

CSKA Moskva-Sparta Prag 3-0

Palermo-Lausanne 1-0



G-riðill


Hajduk Split-Anderlecht 1-0

1-0 Ante Vukusic (90.+5)

Zenit-AEK 4-2



H-riðill


OB-Stuttgart 1-2

0-1 Zdravko Kuzmanovic (72.), 1-1 Andreas Johansson (78.), 1-2 Martin Harnik (86.). Rúrik Gíslason lék fyrstu 70 mínúturnar og fór útaf í stöðunni 0-0.

Young Boys-Getafe 2-0

I-riðill

Metalist Kharkiv-PSV 0-2

0-1 Balazs Dzsudzsak (27.), 0-2 Marcus Berg (30.)

Sampdoria-Debreceni Vasutas 1-0

1-0 Giampaolo Pazzini (18.)

J-riðill

Borussia Dortmund-Sevilla 0-1

0-1 Luca Cigarini (45.)

PSG-Karpaty Lviv 2-0

K-riðill

Steaua Búkarest-Napoli 3-3

1-0 Sjálfsmark (2.), 2-0 Cristian Tanase (12.), 3-0 Pantelis Kapetanos (16.), 3-1 Luigi Vitale (44.), 3-2 Marek Hamsík (73.), 3-3 Edison Cavani (90.+8)

Utrecht-Liverpool 0-0

L-riðill

CSKA Sofia-FC Porto 0-1


0-1 Falcao (16.)

Rapid Vín-Besiktas 1-2






Fleiri fréttir

Sjá meira


×