Fyrsta æfingin í sautján ár 30. september 2010 11:45 á æfingu S.H. Draumur á æfingu á Egilsstöðum fyrir endurkomutónleika sína. Sveitin hefur engu gleymt, að mati Dr. Gunna. Rokksveitin S.H. Draumur kom saman í æfingahúsnæði á Egilsstöðum um síðustu helgi í fyrsta sinn í sautján ár og undirbjó sig fyrir sína „bestu tónleika frá upphafi". Hljómsveitin goðsagnarkennda S.H. Draumur kom saman í fyrsta sinn í sautján ár þegar hún æfði í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum um síðustu helgi. Tilefnið er viðhafnar-útgáfa sveitarinnar í samstarfi við Kimi Records á plötunni Goð og tónleikar í kjölfarið, bæði á Airwaves-hátíðinni og víðar. Margir tónlistarunnendur bíða spenntir eftir endurkomu þessarar hráu og pönkuðu rokksveitar. „Við höfum engu gleymt," segir forsprakkinn Dr. Gunni. „Það var ljóst frá fyrstu æfingunni að þetta var allt þarna. Það þurfti bara aðeins að kveikja á því aftur. Þessi hljómsveit er einhvers konar eining. Hún hangir saman eins og það sé límband utan um hana." Aðrir meðlimir S.H. Draums eru trommarinn Birgir Baldursson og Steingrímur Birgisson gítarleikari. Sá síðarnefndi er búsettur á Egilsstöðum þar sem hann er skólastjóri Tónlistarskólans og því var ákveðið að nýta húsnæðið til æfinganna. Spilamennskan gekk hratt og örugglega fyrir sig þar sem rokkað var grimmt. „Þetta eru engar gamalmennaútgáfur af þessum lögum. Þetta er ekkert krúttkjaftæði," segir Dr. Gunni. Árið 1993 gaf S.H. Draumur út safnplötuna Allt heila klabbið og lagðist síðan í dvala. „Eftir á að hyggja var sú útgáfa misheppnuð. Músíkin var tekin beint af teipinu og ekkert gert í henni. Þetta var lágt, kraftlaust og ömurlegt en núna var ítrustu tækni beitt til að gera þetta ógeðslega flott," segir hann um Goð, eins og viðhafnarútgáfan nefnist. Gripið var til þess ráðs að skella gömlu upptökunum í bakarofn í hálfan sólarhring við 50 gráðu hita og sá Orri úr Slowblow um þá hlið mála. Útgáfudagur er 7. október og fimmtudaginn 14. október verða tónleikarnir á Nasa á Airwaves-hátíðinni þar sem Ham, Ensími og fleiri bönd stíga einnig á svið. „Þetta verða bestu tónleikar S.H. Draums frá upphafi," fullyrðir Dr. Gunni. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða á Airwaves þurfa ekki að örvænta því fyrirhugaðir eru tvennir aðrir tónleikar S.H. Draums í Reykjavík og á Akureyri þar sem platan Goð verður spiluð í heild sinni. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Rokksveitin S.H. Draumur kom saman í æfingahúsnæði á Egilsstöðum um síðustu helgi í fyrsta sinn í sautján ár og undirbjó sig fyrir sína „bestu tónleika frá upphafi". Hljómsveitin goðsagnarkennda S.H. Draumur kom saman í fyrsta sinn í sautján ár þegar hún æfði í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum um síðustu helgi. Tilefnið er viðhafnar-útgáfa sveitarinnar í samstarfi við Kimi Records á plötunni Goð og tónleikar í kjölfarið, bæði á Airwaves-hátíðinni og víðar. Margir tónlistarunnendur bíða spenntir eftir endurkomu þessarar hráu og pönkuðu rokksveitar. „Við höfum engu gleymt," segir forsprakkinn Dr. Gunni. „Það var ljóst frá fyrstu æfingunni að þetta var allt þarna. Það þurfti bara aðeins að kveikja á því aftur. Þessi hljómsveit er einhvers konar eining. Hún hangir saman eins og það sé límband utan um hana." Aðrir meðlimir S.H. Draums eru trommarinn Birgir Baldursson og Steingrímur Birgisson gítarleikari. Sá síðarnefndi er búsettur á Egilsstöðum þar sem hann er skólastjóri Tónlistarskólans og því var ákveðið að nýta húsnæðið til æfinganna. Spilamennskan gekk hratt og örugglega fyrir sig þar sem rokkað var grimmt. „Þetta eru engar gamalmennaútgáfur af þessum lögum. Þetta er ekkert krúttkjaftæði," segir Dr. Gunni. Árið 1993 gaf S.H. Draumur út safnplötuna Allt heila klabbið og lagðist síðan í dvala. „Eftir á að hyggja var sú útgáfa misheppnuð. Músíkin var tekin beint af teipinu og ekkert gert í henni. Þetta var lágt, kraftlaust og ömurlegt en núna var ítrustu tækni beitt til að gera þetta ógeðslega flott," segir hann um Goð, eins og viðhafnarútgáfan nefnist. Gripið var til þess ráðs að skella gömlu upptökunum í bakarofn í hálfan sólarhring við 50 gráðu hita og sá Orri úr Slowblow um þá hlið mála. Útgáfudagur er 7. október og fimmtudaginn 14. október verða tónleikarnir á Nasa á Airwaves-hátíðinni þar sem Ham, Ensími og fleiri bönd stíga einnig á svið. „Þetta verða bestu tónleikar S.H. Draums frá upphafi," fullyrðir Dr. Gunni. Þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða á Airwaves þurfa ekki að örvænta því fyrirhugaðir eru tvennir aðrir tónleikar S.H. Draums í Reykjavík og á Akureyri þar sem platan Goð verður spiluð í heild sinni. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið