ESB: Ábyrgjast allt að fjórðungi láns 30. september 2010 03:00 Timo Summa Yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi heldur ávarp á ráðstefnu um fjármögnunarleiðir fyrirtækja. Fréttablaðið/Anton Íslenskir bankar hafa ekki enn sýnt áhuga á áætlun Evrópusambandsins (ESB) þar sem boðin er trygging á hluta lántöku smærri og meðalstórra fyrirtækja. Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun sambandsins er til umræðu á ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík í dag. Smá og meðalstór fyrirtæki teljast þau sem eru með minna en 250 starfsmenn og velta innan við 50 milljónum evra (rúmum 7,7 milljörðum króna). Hanna Dóra Hólm Másdóttir, deildarsérfræðingur á skrifstofu nýsköpunar og þróunar í iðnaðarráðuneytinu, segir fjölda fjármálafyrirtækja í Evrópu hafa séð sér hag í að taka þátt í verkefninu, en það hafi verið opið íslenskum bönkum frá því sumarið 2007. „Líklega hafa þeir bara verið uppteknir við að vinna úr margvíslegum vanda öðrum," segir hún, en bætir um leið við að skortur á lánsfjármagni sé eitt af því sem helst hafi hamlað vexti fyrirtækja. Því sé varla nema jákvætt ef banki telji fyrirtæki skorta veð að ESB sé þá tilbúið að leggja til ábyrgð fyrir allt að fjórðungi lánsins. ESB leggur tæpa 560 milljarða króna til áætlunarinnar.- óká Fréttir Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íslenskir bankar hafa ekki enn sýnt áhuga á áætlun Evrópusambandsins (ESB) þar sem boðin er trygging á hluta lántöku smærri og meðalstórra fyrirtækja. Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun sambandsins er til umræðu á ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík í dag. Smá og meðalstór fyrirtæki teljast þau sem eru með minna en 250 starfsmenn og velta innan við 50 milljónum evra (rúmum 7,7 milljörðum króna). Hanna Dóra Hólm Másdóttir, deildarsérfræðingur á skrifstofu nýsköpunar og þróunar í iðnaðarráðuneytinu, segir fjölda fjármálafyrirtækja í Evrópu hafa séð sér hag í að taka þátt í verkefninu, en það hafi verið opið íslenskum bönkum frá því sumarið 2007. „Líklega hafa þeir bara verið uppteknir við að vinna úr margvíslegum vanda öðrum," segir hún, en bætir um leið við að skortur á lánsfjármagni sé eitt af því sem helst hafi hamlað vexti fyrirtækja. Því sé varla nema jákvætt ef banki telji fyrirtæki skorta veð að ESB sé þá tilbúið að leggja til ábyrgð fyrir allt að fjórðungi lánsins. ESB leggur tæpa 560 milljarða króna til áætlunarinnar.- óká
Fréttir Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira