Nýir möguleikar með Landeyjahöfn Kristján L. Möller skrifar 20. júlí 2010 06:00 Hafnarmannvirkið nýja í Landeyjum er með stærstu samgönguframkvæmdum síðustu árin. Landeyjahöfn mun líka hafa víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Fyrir utan að stórbæta daglegar samgöngur milli lands og Eyja opnar hún nýja möguleika í atvinnu- og félagslífi. Hugmyndin um hafnargerð við suðurströnd landsins var við fyrstu sýn næsta óráðleg. Sjólag, sandrif, sandburður um fjöruna og síbreytilegt Markarfljótið virtust óyfirstíganlegar hindranir. En vísindamenn Siglingastofnunar, sem höfðu forgöngu um rannsóknir, sýndu fram á að þetta var gerlegt og þeir nutu einnig reynslu sjómanna. Hugvit og verkþekkingÉg vil draga sérstaklega fram þátt verktakanna. Aðalverktakinn var Suðurverk sem sá um grjótnám, gerð brimvarnargarða, hafnargerðina sjálfa og vegagerð. Aðrir verktakar, SÁ verklausnir, Stál og suða og Björgun, unnu snaggaralega að öðrum þáttum svo sem byggingu þjónustuhúss, landgangs, dýpkun og lóðarfrágangi. Starfsmenn verktakanna hafa skilað góðu verki og geta verið stoltir. Landeyjahöfn er sannkallað mannvirki. Þar má í hnotskurn sjá hvernig hugvit, verkþekking og útsjónarsemi mannsins tvinnast saman í því virki sem grjótið úr Seljalandsheiði er orðið að. Landeyjahöfn er líka þrekvirki. Óblítt veðurfar á köflum, krefjandi aðstæður í fjörunni og nú síðast eldgos í Eyjafjallajökli hafa ekki auðveldað verkið. Samt sem áður hefur verkáætlun staðist og það sem meira er, kostnaðaráætlun hefur einnig staðist. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur nú reglulegar siglingar á nýrri leið, þjóðveginum milli lands og Eyja. Fjölgun ferða Herjólfs gjörbreytir ferðamynstri og flutningamöguleikum. Einnig opnast nýir samskipta- og samstarfsmöguleikar milli íbúa á Suðurlandi og Vestmannaeyinga sem ég er sannfærður um að munu nýtast. Þar ræður hugmyndauðgin mestu. Nýtum möguleikannÉg vil að lokum hvetja landsmenn til að gera sér ferð að Landeyjahöfn og til Eyja og njóta fjölbreyttrar náttúru og skemmtilegs mannlífs. Ég vil á sama hátt hvetja Vestmannaeyinga til að gera sér ótt og títt ferð upp á land. Um leið getum við dáðst að því hugviti og verkþekkingu sem höfnin er skýrt vitni um. Ég vil að lokum óska Íslendingum öllum til hamingju með þetta mikla mannvirki sem tekið verður í notkun í dag klukkan 16.30. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Hafnarmannvirkið nýja í Landeyjum er með stærstu samgönguframkvæmdum síðustu árin. Landeyjahöfn mun líka hafa víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Fyrir utan að stórbæta daglegar samgöngur milli lands og Eyja opnar hún nýja möguleika í atvinnu- og félagslífi. Hugmyndin um hafnargerð við suðurströnd landsins var við fyrstu sýn næsta óráðleg. Sjólag, sandrif, sandburður um fjöruna og síbreytilegt Markarfljótið virtust óyfirstíganlegar hindranir. En vísindamenn Siglingastofnunar, sem höfðu forgöngu um rannsóknir, sýndu fram á að þetta var gerlegt og þeir nutu einnig reynslu sjómanna. Hugvit og verkþekkingÉg vil draga sérstaklega fram þátt verktakanna. Aðalverktakinn var Suðurverk sem sá um grjótnám, gerð brimvarnargarða, hafnargerðina sjálfa og vegagerð. Aðrir verktakar, SÁ verklausnir, Stál og suða og Björgun, unnu snaggaralega að öðrum þáttum svo sem byggingu þjónustuhúss, landgangs, dýpkun og lóðarfrágangi. Starfsmenn verktakanna hafa skilað góðu verki og geta verið stoltir. Landeyjahöfn er sannkallað mannvirki. Þar má í hnotskurn sjá hvernig hugvit, verkþekking og útsjónarsemi mannsins tvinnast saman í því virki sem grjótið úr Seljalandsheiði er orðið að. Landeyjahöfn er líka þrekvirki. Óblítt veðurfar á köflum, krefjandi aðstæður í fjörunni og nú síðast eldgos í Eyjafjallajökli hafa ekki auðveldað verkið. Samt sem áður hefur verkáætlun staðist og það sem meira er, kostnaðaráætlun hefur einnig staðist. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur nú reglulegar siglingar á nýrri leið, þjóðveginum milli lands og Eyja. Fjölgun ferða Herjólfs gjörbreytir ferðamynstri og flutningamöguleikum. Einnig opnast nýir samskipta- og samstarfsmöguleikar milli íbúa á Suðurlandi og Vestmannaeyinga sem ég er sannfærður um að munu nýtast. Þar ræður hugmyndauðgin mestu. Nýtum möguleikannÉg vil að lokum hvetja landsmenn til að gera sér ferð að Landeyjahöfn og til Eyja og njóta fjölbreyttrar náttúru og skemmtilegs mannlífs. Ég vil á sama hátt hvetja Vestmannaeyinga til að gera sér ótt og títt ferð upp á land. Um leið getum við dáðst að því hugviti og verkþekkingu sem höfnin er skýrt vitni um. Ég vil að lokum óska Íslendingum öllum til hamingju með þetta mikla mannvirki sem tekið verður í notkun í dag klukkan 16.30.
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar