Enski boltinn

Iaquinta orðaður við Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Iaquinta, til hægri, í leik með ítalska landsliðinu.
Iaquinta, til hægri, í leik með ítalska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Umboðsmaður Ítalans Vincenzo Iaquinta segir að Tottenham hafi áhuga á að fá leikmanninn í raðir félagsins.

Iaquinta er staddur í Suður-Afríku með ítalska landsliðinu en umboðsmaður hans segir að hans mál gætu skýrst eftir heimsmeistarakeppnina.

Hann stóð sig vel með Juventus í vetur og hefur einnig verið orðaður við Zenit St. Pétursborg í Rússlandi.

Iaquinta var einnig orðaður við Tottenham síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×