Kjötframleiðendur rannsakaðir áfram 30. september 2010 03:45 páll gunnar pálsson Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir kjötframleiðendurna átta enn til rannsóknar. fréttablaðið/vilhelm Máli Haga og átta kjötframleiðenda, sem fyrirtækið hefur játað að hafa haft ólöglegt samráð við um verðlagningu á kjöti, er ekki lokið, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. „Ég vil ekki á þessu stigi leggja mat á alvarleika málsins, enda er málinu ekki lokið gagnvart kjötvinnslufyrirtækjum sem til rannsóknar eru,“ segir Páll. „Almennt má segja að fjárhæð sekta ráðist meðal annars af alvarleika máls, stærð fyrirtækja og ætluðum varnaðaráhrifum.“ Hagar féllust á að borga 270 milljóna sekt fyrir brot sín. Einnig verður hætt að taka við forverðmerktum kjötvörur í verslanir fyrirtækisins á næsta ári. „Tíminn þangað til verður að líkindum nýttur af hálfu Haga til þess að útfæra hvernig staðið verði að verðmerkingum í búðum,“ segir Páll. „Til þess eru fleiri en ein leið fær innan ramma neytendalöggjafar, en Samkeppniseftirlitið mun ekki útfæra í smáatriðum hvaða leið verður valin.“ Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Kjarnafæðis sem er eitt af þeim átta fyrirtækjum sem enn eru til rannsóknar, furðar sig á ávirðingunum og segir athyglisvert að ekki hafi verið lögð fram beiðni um breytt vinnubrögð til að byrja með. Hann reiknar ekki með því að Kjarnafæði fái sekt frá Samkeppniseftirlitinu og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að í forverðmerkingum felist brot á samkeppnislögum. - sv Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Máli Haga og átta kjötframleiðenda, sem fyrirtækið hefur játað að hafa haft ólöglegt samráð við um verðlagningu á kjöti, er ekki lokið, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. „Ég vil ekki á þessu stigi leggja mat á alvarleika málsins, enda er málinu ekki lokið gagnvart kjötvinnslufyrirtækjum sem til rannsóknar eru,“ segir Páll. „Almennt má segja að fjárhæð sekta ráðist meðal annars af alvarleika máls, stærð fyrirtækja og ætluðum varnaðaráhrifum.“ Hagar féllust á að borga 270 milljóna sekt fyrir brot sín. Einnig verður hætt að taka við forverðmerktum kjötvörur í verslanir fyrirtækisins á næsta ári. „Tíminn þangað til verður að líkindum nýttur af hálfu Haga til þess að útfæra hvernig staðið verði að verðmerkingum í búðum,“ segir Páll. „Til þess eru fleiri en ein leið fær innan ramma neytendalöggjafar, en Samkeppniseftirlitið mun ekki útfæra í smáatriðum hvaða leið verður valin.“ Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Kjarnafæðis sem er eitt af þeim átta fyrirtækjum sem enn eru til rannsóknar, furðar sig á ávirðingunum og segir athyglisvert að ekki hafi verið lögð fram beiðni um breytt vinnubrögð til að byrja með. Hann reiknar ekki með því að Kjarnafæði fái sekt frá Samkeppniseftirlitinu og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að í forverðmerkingum felist brot á samkeppnislögum. - sv
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira