Lífið

Britney býr til billjónir

Britney Spears. MYND/Cover Media
Britney Spears. MYND/Cover Media

Britney Spears, 28 ára, hefur sett á heimsmarkað nýtt ilmvatn. Það níunda í röðinni.

Í gærkvöldi setti Britney nýja auglýsingamynd af sér á Twitter síðuna sína þar sem hún auglýsir nýtt ilmvatn undir slagorðinu: Veldu örlög þín!

Britney segist vera stolt af nýja ilminum og bíður spennt eftir að heyra viðbrögð aðdáenda sinna.

„Ilmurinn lætur allar konur verða meðvitaðri um eigin fegurð," skrifaði Britney.

Britney þénaði 100 milljónir bandaríkjadala á fyrsta ilminum, Curious, sem hún setti á markað árið 2004. Síðan þá hefur hún selt í eigin nafni ilmina: Fantasy, Curious In Control, Midnight Fantasy, Believe, Curious Heart, Hidden Fantasy og Circus Fantasy.

Ilmirnir hennar Britney hafa selst fyrir meira en 1.5 milljarð dollara á heimsvísu.

Besta fjölmiðlakona Íslands? Kjóstu hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.