Lífið

Russel Crowe í Ben Húr

Leikarinn hefur samþykkt að taka þátt í Ben Húr-sýningu í föðurlandi sínu, Ástralíu.
Leikarinn hefur samþykkt að taka þátt í Ben Húr-sýningu í föðurlandi sínu, Ástralíu.
Leikarinn Russell Crowe hefur samþykkt að taka þátt í Ben Húr-sýningu sem verður haldin í föðurlandi hans, Ástralíu. Sýningin er byggð á samnefndri kvikmynd og fjallar um þræl sem bauð rómverska keisaraveldinu birginn, rétt eins og Crowe gerði í myndinni Gladiator. Í þetta sinn verður leikarinn í hlutverki sögumanns og verður því eingöngu á bak við tjöldin.

„Það rennur upp sú stund í lífi hvers skylmingaþræls að hann þarf að stíga af stalli og gefa öðrum tækifæri,“ sagði Crowe. „Þetta er risavaxin sýning. Það hefur verið mikill metnaður lagður í hana og ég varð bara að vera með.“ Yfir tvö þúsund manns taka þátt í sýningunni, sem var upphaflega sýnd í Frakklandi árið 2006.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.