Viðskipti erlent

Lögðu hald á 70.000 mozzarella osta

Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á 70 þúsund mozzarella osta og jafnframt gefið út viðvörun um mögulegt smit.

Ostarnir eru með bláleita slikju en venjulegir mozzarella ostar eiga að vera skjannahvítir. Þessir ostar voru framleiddir í þýsku mjólkurbúi fyrir ítalskt dreifingarfyrirtæki, að því er segir í frétt á BBC.

Ekki er komið nákvæmlega í ljós hvað veldur hinni bláleitu slikju á ostunum en fyrstu prófanir gefa til kynna að um bakteríusýkingu sé að ræða.

Mozzarella er vinsælasti osturinn á Ítalíu og borða 60% landsmanna hann reglulega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×