Lífið

Dansandi Hallgerður Langbrók

Dansfélagið Krummafótur Nína, Sigga Soffía, Snædís, Katrín, Saga, Ingibjörg – og fyrir framan er Ólafur eða Stafrænn Hákon.
Dansfélagið Krummafótur Nína, Sigga Soffía, Snædís, Katrín, Saga, Ingibjörg – og fyrir framan er Ólafur eða Stafrænn Hákon.
„Ég, Snædís, Katrín og Saga ákváðum að prófa að vinna saman að verki þar sem við höfðum allar unnið sem sjálfstætt starfandi danshöfundar í sjálfstæðum verkum. Við tókum eiginlega ákvörðun um að vinna með kvenskörunga Íslandssögunnar því við erum allar mjög ákveðnar sjálfar og því fannst okkur gaman að túlka þessar merku konur," segir Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur.

Sigríður Soffía, eða Sigga Soffía eins og hún er kölluð, skipar Dansfélagið Krummafót ásamt þremur öðrum vinkonum sínum þeim Katrínu Gunnarsdóttur, Snædísi Lilju Ingadóttur og Sögu Sigurðardóttur. Stúlkurnar, sem allar eru lærðir dansarar og danshöfundar, stofnuðu dansfélagið formlega í síðustu viku og vinna nú að fyrsta verki sínu saman. Verkið fjallar um kvenskörunga Íslandssögunnar eins og til að mynda Bergþóru Skarphéðinsdóttur, Hallgerði Langbrók og Helgu fögru. Stúlkurnar hafa fengið fjölbreyttan hóp listamanna með sér í lið til að gefa verkinu betri mynd. Ólafur Jósepsson betur þekktur sem Stafrænn Hákon sér um tónsmíðar fyrir verkið, Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem er nýútskrifuð af listabraut, sér um leikmyndina og Nína Óskarsdóttir hannar búninga.

„Það er mikið búið að tala um útrásarvíkinga upp á síðkastið og okkur fannst kominn tími til að sjá almennilega kvenskörunga á sviði.," segir Sigga Soffía.

Verkið verður sýnt á Reykjavík Dance Festival í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.