Lífið

Varar við svikurum

Skemmtistaðaeigendur í Kairó hafa reynt að notfæra sér nafn Paris Hilton í tengslum við djamm sem hún sjálf kannast ekkert við.
Skemmtistaðaeigendur í Kairó hafa reynt að notfæra sér nafn Paris Hilton í tengslum við djamm sem hún sjálf kannast ekkert við.
Hótelerfinginn Paris Hilton er vinsæl þegar kemur að því að bjóða í veislur. Sumir skemmtanastjórar eru reiðubúnir til að reiða fram ansi háar fjárhæðir fyrir nærveru hennar, enda dregur Paris að sér her ljósmyndara. En nú hefur Hilton varað við svikurum á egypskum næturklúbbi í höfuðborginni Kairó en þeir auglýsa nú glæsilegt skemmtikvöld með Paris Hilton innanborðs. Sem væri kannski ekkert alvarlegt mál ef ekki væri fyrir þá staðreynd að eigendur klúbbsins selja miðann á þúsund dollara.

Hilton skrifaði á twitter-síðu sína að hún hafi engan áhuga á því að fara á þennan stað, hafi aldrei haft og muni aldrei hafa. „Ég verð úrvinda eftir erfitt ferðalag og er ekki að fara halda þetta skemmtikvöld á þessum skemmtistað," skrifar Hilton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.