Lífið

Dikta þakkaði fyrir sig með ókeypis tónleikum

Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, söng öll bestu lög sveitarinnar á tónleikunum, þar á meðal Thank You. Fréttablaðið/Anton
Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, söng öll bestu lög sveitarinnar á tónleikunum, þar á meðal Thank You. Fréttablaðið/Anton

Hljómsveitin Dikta hélt ókeypis tónleika á Nasa á miðvikudagskvöld fyrir alla aldurshópa. Með tónleikunum vildu strákarnir þakka fyrir sig, enda hefur nýjasta plata þeirra, Get It Togheter, náð gullsölu.

Dikta hefur átt miklum vinsældum að fagna síðan platan kom út í nóvember í fyrra og hafa lögin From Now On og Thank You bókstaflega eignað sér fyrsta sæti Lagalistans. Get it Together hefur sömuleiðis setið á toppi Tónlistans yfir mest seldu plöturnar stærstan part þessa árs.

Í myndasafninu er að finna myndir af tónleikagestum.

Andrea Björnsdóttir og Sigurbjörg Sigurðardóttir hlustuðu á Diktu.
Fannar Guðni Guðmundsson og Eyþór Trausti Jóhannsson létu sig ekki vanta.
Auður Gunnarsdóttir, Snæfríður Jónsdóttir og Hildur Ösp Reynisdóttir voru á meðal gesta.
Sara Antonía Daníelsdóttir og Gyða Jónsdóttir mættu á Nasa.
Eyrún Ævarsdóttir, Lena Rós Þórarinsdóttir og Hanna Rós Sigurðardóttir voru ánægðar með Diktu.

Tengdar fréttir

Diktu-menn brosa hringinn

„Menn bara brosa hringinn og hafa gaman,“ segir Nonni kjuði, eða Jón Þór Sigurðsson, trommari Diktu. Hljómsveitin hefur fengið gullplötu afhenta fyrir að hafa selt plötu sína Get It Together í yfir fimm þúsund eintökum. Alls hafa sjö þúsund eintök verið framleidd og búast má við því að þau rjúki út eins og heitar lummur á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.