Sibert 19. febrúar 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert. Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist samstaða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-málinu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætisráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumælandi embættismönnum og fræðimönnum í Evrópusambandslöndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafnað) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnunefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetningar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lögmæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættismanna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mikilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og greinarhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar fulltrúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo viðkvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. Forsætisráðherra sagðist aðspurður ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar ríkisstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hagsmunum landsins á versta hugsanlega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlutverki hennar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keyptur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferðafrelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert. Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist samstaða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-málinu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætisráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumælandi embættismönnum og fræðimönnum í Evrópusambandslöndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafnað) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnunefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetningar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lögmæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættismanna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mikilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og greinarhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar fulltrúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo viðkvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. Forsætisráðherra sagðist aðspurður ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar ríkisstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hagsmunum landsins á versta hugsanlega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlutverki hennar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keyptur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferðafrelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar