Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Ingimar Karl Helgason skrifar 11. nóvember 2010 12:11 Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherrar. Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". Þetta er meðal þess sem fram kemur í skjali númer 35, af 67 skjölum um aðdraganda stuðnings Íslands við innrás í Írak, sem utanríkisráðuneytið hefur birt. Skjalið er dagsett 18. Mars 2003, en innrásin hófst tveimur dögum síðar. Utanríkisráðuneytið hefur birt 67 skjöl sem varða aðdraganda þess að Ísland fór á lista hinna staðföstu þjóða og hét þar með stuðningi við innrásina í Írak. Ráðuneytið á tuttugu og fimm skjöl til viðbótar um málið sem það neitar að birta að sinni. Skjalabunkinn er næstum 400 síður. Skjölin varða aðdraganda þess að Íslendingar lýstu stuðningi við innrás í Írak. Fram hefur komið að Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tóku ákvörðun um stuðning, án samráðs við aðra. Nýlega kom hins vegar á daginn, að aðdragandinn að þessum stuðningi var nokkur. Í gögnunum eru til að mynda skjöl sem eru dagsett í byrjun október 2002. Þar er að finna dagskrá ríkisstjórnarfundar 18. mars 2003 þar sem „Ófriðarhorfur" eru til umræðu. Næsta skjal á eftir er ómerkt en ber heitið „Íraksmálið staðan 18. mars 2003." Skjalið er númer 35. Þar segir Að fulltrúi sendiráðs bandaríkjanna hafi afhent skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu lista yfir þá sem styðja árásina - hann hafi verið afhentur forsætisráðherra og síðan hafi fulltrúi hans borið hann undir utanríkisráðherra. Samkvæmt því hafi verið samþykkt að að Ísland bættist í hóp þeirra ríkja sem á listanum voru. Listinn er algjört trúnaðarmál, segir í skjalinu, en athygli veki að þar vanti dygga stuðningsmenn bandaríkjamanna. Að minnsta kosti 25 skjöl áfram óaðgengileg Ráðuneytið veitir ekki aðgang að öllum skjölunum heldur einungis 67 af þessum 92. Að sögn starfsmanna ráðuneytisins eru 25 skjalanna undanþegin birtingarskyldu samkvæmt upplýsingalögum; þetta séu vinnuskjöl eða skjöl sem varða samskipti stjórnvalda við önnur ríki. Fréttastofan hefur fyrir því heimildir, að ráðuneytið liggi enn fremur á skjölum með tilliti til rannsóknarhagsmuna. Viðbúið er að Alþingi muni gangast fyrir rannsókn á því að Ísland lýsti stuðningi við innrásina. Innanbúðarmenn í ráðuneytinu segja við fréttastofu, að þeir sem spurðir verða út í aðdragandann eigi þá ekki að vera búnir að kynna sér efni skjalanna. Alþingi fái þau hins vegar í hendur.Skjölin má lesa í heild sinni á vef utanríkisráðuneytisins með því að smella hér. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". Þetta er meðal þess sem fram kemur í skjali númer 35, af 67 skjölum um aðdraganda stuðnings Íslands við innrás í Írak, sem utanríkisráðuneytið hefur birt. Skjalið er dagsett 18. Mars 2003, en innrásin hófst tveimur dögum síðar. Utanríkisráðuneytið hefur birt 67 skjöl sem varða aðdraganda þess að Ísland fór á lista hinna staðföstu þjóða og hét þar með stuðningi við innrásina í Írak. Ráðuneytið á tuttugu og fimm skjöl til viðbótar um málið sem það neitar að birta að sinni. Skjalabunkinn er næstum 400 síður. Skjölin varða aðdraganda þess að Íslendingar lýstu stuðningi við innrás í Írak. Fram hefur komið að Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tóku ákvörðun um stuðning, án samráðs við aðra. Nýlega kom hins vegar á daginn, að aðdragandinn að þessum stuðningi var nokkur. Í gögnunum eru til að mynda skjöl sem eru dagsett í byrjun október 2002. Þar er að finna dagskrá ríkisstjórnarfundar 18. mars 2003 þar sem „Ófriðarhorfur" eru til umræðu. Næsta skjal á eftir er ómerkt en ber heitið „Íraksmálið staðan 18. mars 2003." Skjalið er númer 35. Þar segir Að fulltrúi sendiráðs bandaríkjanna hafi afhent skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu lista yfir þá sem styðja árásina - hann hafi verið afhentur forsætisráðherra og síðan hafi fulltrúi hans borið hann undir utanríkisráðherra. Samkvæmt því hafi verið samþykkt að að Ísland bættist í hóp þeirra ríkja sem á listanum voru. Listinn er algjört trúnaðarmál, segir í skjalinu, en athygli veki að þar vanti dygga stuðningsmenn bandaríkjamanna. Að minnsta kosti 25 skjöl áfram óaðgengileg Ráðuneytið veitir ekki aðgang að öllum skjölunum heldur einungis 67 af þessum 92. Að sögn starfsmanna ráðuneytisins eru 25 skjalanna undanþegin birtingarskyldu samkvæmt upplýsingalögum; þetta séu vinnuskjöl eða skjöl sem varða samskipti stjórnvalda við önnur ríki. Fréttastofan hefur fyrir því heimildir, að ráðuneytið liggi enn fremur á skjölum með tilliti til rannsóknarhagsmuna. Viðbúið er að Alþingi muni gangast fyrir rannsókn á því að Ísland lýsti stuðningi við innrásina. Innanbúðarmenn í ráðuneytinu segja við fréttastofu, að þeir sem spurðir verða út í aðdragandann eigi þá ekki að vera búnir að kynna sér efni skjalanna. Alþingi fái þau hins vegar í hendur.Skjölin má lesa í heild sinni á vef utanríkisráðuneytisins með því að smella hér.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira